þriðjudagur


það eru 9 dagar í afmælið mitt, dagurinn í dag ekki meðtalinn og fiðrildin eru farin að flögra um í mallakút... mikið er ég þakklát fyrir afmæli og mikið er ég þakklát fyrir að eiga afmæli svona snemma á árinu, ætli ég verði ekki að gefa mömmu og pabba kredit fyrir það. ég veit ekki hvað það er en ég bara elska að eiga afmæli, elska það! og svo er ég að verða 28 ára sem er geggjað kreisí og ótrúlegt og hlægir mig og undrar í senn. merkilegt að vera svona fullorðin í tölum en líða samt alls ekki þannig. þó ég finni samt fyrir miklum hugarfarsbreytingum frá ári til árs og þegar ég lít til baka, bara um nokkur ár sé ég hve mikið ég hef breyst til batnaðar. ekki það að ég sé neitt orðin gallalaus, ég efast nú um að nokkur sé fær um að vera það en það er gott að vera meðvituð um þessar breytingar, þær færa mér byr undir báða vængi og fá mig til að langa til að bæta mig enn frekar. eníveis... hér eru nokkur störf sem mig dreymir um að gera að mínum:

slökkviliðsmaður
uppistandari
rithöfundur
píanóleikari
plötusnúður, helst í kringlunni
dýragarðsstarfsmaður/kona
heimspekingur
opinber ræðumaður/kona
listamaður/kona
prestur
djass- og blússöngkona
fótboltakappi

... það eru örugglega nokkur önnur störf í viðbót sem ég hef áhuga á en ég nenni ekki að hanga hérna lengur. uppröðun starfanna endurspeglar á engan hátt löngun mína til að vinna þau, þetta er handahófskennt.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég vildi að ég hefði kjark og ómælda hæfileika í að verða uppistandari!

þá gætum við sett upp svona steina og olla show saman...... ég held að ég myndi vera Olli (var hann ekki þessi stóri feiti).... hehehe

það er mjög langt síðan ég valdi handa þér afmælisgjöf en er ekki búin að nálgast hana enn! :D blessbless

Móa sagði...

já afmæli eru dásamleg það er rétt... kannski er það eitthvað svona fiska-thing. En láttu vita þegar þú villt hittast og fékkstu boðið á Herðubreið.

Tinna Kirsuber sagði...

Kata: Vei, ætlaru að gefa mér afmælisgjöf? En fallegt af þér!

Móa systir: Ég var nú búin að lofa henni Halldóru minni hittingi á morgun, fimmtudag áður en ég fékk boðið í Herðubreið. En ég sé samt til. Merkilegt hvernig þetta hittist alltaf svona á...

Heiða sagði...

Vá, þegar þú segir það, þá hljómar plötusnúðastarf í Kringlunni alveg ótrúlega spennandi. Ég væri líka til í það!