þá eru mjög stressmiklir dagar í vinnunni loksins að baki og við kláruðum baunasúpuna í gærkveldi.
við ákváðum að kaupa saltkétið í kjötborði að þessu sinni þar sem að pokarnir sem fást í bónus eru allir fyrir sjö manna fjölskyldur og við erum barnlaus og borðum bæði einsog fuglar. þannig komumst við að því að það er þrisvar sinnum dýrara að kaupa tvo valda bita í kjötborði en einn poka í bónus fyrir stórfjölskyldu. ég vildi bara að allir vissu af þessu... auk þess fékk mjög exotíska baunasúpu í vinnunni með lárviðarlaufum og kryddum. ég verð að viðurkenna að ég kann betur við þær á einfalda mátann, bara saltaðar.
og ég var klædd upp sem sjúklingur í gær, öskudag. mér fannst það viðeigandi í ljósi þess að ég hef verið veik m.o.m. síðan ég byrjaði að vinna á hagaborg einsog minnst var á í seinustu færslu. ágætt að viðhalda bara því þema og því mætti ég úfin og ógreidd til vinnu í gær í náttfötum og slopp. öspin var sjóræningi.
við fórum og hlustuðum á ösp syngja í skólanum sínum á þriðjudagskvöld. á einum tímapunkti helltist yfir mig gleði yfir því hve menningarleg ég væri en svo mundi ég að það gerist bara á aldarfresti eða svo. en öspin söng einsog engill, ekki við öðru að búast og var í engu síðri, ef ekki betri en lengra komnir samnemendur hennar.
ég hef ekki yfir neinu að kvarta, lífið er enn ansi hreint gott nema að ég er alveg óskaplega uppgefin, þó á góðan máta.
maturinn minn er liðinn...
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli