laugardagur
þá er ég orðin veik aftur, alveg merkilegt! ég er búin að vera kvefuð í tvær vikur en nú er ég orðin VEIK. og ég er búin að hósta svo rosalega mikið að ég held mér hafi tekist að bráka rifbein, allavega verkjar mig óskaplega í beinin öðru megin undir brjóstinu... "undir brjóstinu"... ha! þetta geta karlmenn ekki notað. kannski er ég bara komin með berkla eða alnæmi... ég er að vega og meta hvort ég eigi að ana uppá læknavakt og fara að ráðum systurdóttur minnar og láta hlusta mig og svoleiðis eða bíða fram á mánudag og panta þá tíma hjá heimilislækni sem ég kæmist svo líklega ekki að hjá fyrr en seint og síðar meir. ég þoli ekki lækna og ég heimsæki þá ekki nema af ýtrustu nauðsyn af því að í fyrsta lagi eru greiningar þeirra iðulega bara einhverjar getgátur og í öðru lagi blóðmjólka þeir veskið manns fyrir þessar sömu getgátur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Úpps ... þetta thor átti að vera htb
Takk fyrir það!
Skrifa ummæli