ég vil þakka öllum fyrir afmæliskveðjurnar í gestabókinni og sms-um, allt frá yfirboðurum til fyrrum ástmanna, sem mér bárust á afmælisdaginn frá mínum dýpstu hjartarótum. mikið eruði falleg og góð og mikið er ég heppin að eiga ykkur að.
haldiði ekki að ég sé með brákað rifbein! ég held ég sé með of háan sársaukaþröskuld, ég hangi alltaf með svona sársauka mun lengur en ég þarf af því ég venst honum bara... þangað til ég þarf að hreyfa mig. og nú sit ég hérna viti mínu fjær af ótta en samt í verkjapillumóki og horfi á kvikmyndaperluna jaws 2. ég kvarta ekki yfir tilbreytingarleysi í lífinu.
p.s. og haldiði ekki líka að örninn minn hafi gefið mér örbylgjuofn með grillfítus í afmælisgjöf! ásamt 10 ára "special edition" útgáfu af clerks og nýjustu emily strange bókina... ég er ofdekruð. reyndar fékk ég alveg dásamlega frábærar afmælisgjafir þetta árið, ég fylltist barnslegri gleði yfir þeim öllum.
þriðjudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
brákaðiru rifbein með hóstakasti?? jiminn, vonandi er þér að batna..
ýkt gaman að fá fullt af kveðjum og gjafir, en fínn svona ofn með grillfídus!!
hvernig í ósköpunum fórstu að því að bráka í þér rifbein tinna mín?? ekki eru börnin að berja frá sér þarna á leikskólanum :-S
takk annars fyrir samveruna um daginn mín kæra!
halldóra
Þetta fór svona í einhverju hóstakastinu, fjandinn hafi það!
Skrifa ummæli