þriðjudagur

gifted me

já, einsog ég hef áður nefnt er ég nasbráð með eindæmum en fátt kemur mér jafn fljótt og vel úr tilfinningalegu jafnvægi (sem trúið mér, er ekki daglegur viðburður hér á kirsuberinu) og skattaskýrslan eða öllu heldur að gera hana, eða það sem þarf að gera í henni. og fátt ergir mig meira en að skilja ekki hlutina og ef það er eitthvað sem ekki nokkur maður sem ég þekki skilur, þá er það skattaskýrslan. ég fór yfir hana eftir bestu getu, fyllti út einhvern auka miða uppá hvað ég greiddi mikið í húsaleigu á nýliðnu ári og ég er satt best að segja ekki svo viss um að ég hafi gert það rétt og komst svo að því að ég þarf að borga einhvern 17 þúsund kall til baka ef allt stenzt sem útreikningurinn sagði. hvurn fjandann á það að þýða?!! og fyrir hvurn andskotann er það?!! ég hef bara unnið hjá einföldum stórfyrirtækjum sem ég hef haft skattkort hjá svo ég get ekki skilið að svona nokkuð klúðrist, að það borgist ekki réttur skattur eða hvað þetta nú er. og einasta útskýringin á þessu sem ég sá hafði eitthvað með gamlingja að gera... mér fallast bara hendur. og ég veit af reynslu að það er borin von að maður fái einhverja útskýringu á þessu hjá skattinum sjálfum. þar eru konurnar á símanum hver annari önugri og ef maður gerir þau heiftarlegu mistök að mæta á staðinn til að heimta útskýringar er maður sendur á hæð 2 1/2 og hvaða fjárans djöflabyggingar hafa eitthvað og hálfa hæð?!! fyrir utan auschwitz er skatturinn það ómannlegasta sem okkur hefur dottið í hug... æj, ég er bara að rifja upp, mér er svosum runnin reiðin svo ég er líklega aðeins að ýkja.

en svo gerðum við umsóknina hans össa fyrir LHÍ og það létti lundina talsvert enda er það einlægur ásetningur minn að koma snillingnum mínum þangað inn. og ég skal hundur heita ef það tekst ekki, þá fer ég og kveiki í þessum gamla skóla mínum.

ég fór í röntgen í gær. ég er ekki með lungnakrabba, berkla eða brotin rifbein. og ég borgaði 7 þúsund krónur fyrir að láta segja mér þetta... fokkíng læknar!

p.s. samkvæmt breskum greindarstöðli er ég "gifted". það er aðeins eitt stig fyrir ofan og það er "very gifted". ég stefni á það.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég fór líka í svona röntgen um daginn til að láta segja mér það sé ekkert að mér;)

ég borgaði reyndar 8000 þannig þú ert að græða 1000 og getur ávaxtað það.. verður orðið 2000 eftir 4 ár!

Tinna Kirsuber sagði...

HAHAHAHAHAH :D