þegar ég var 6 ára sagði ég krökkunum í bekknum mínum að guð væri ekki til. þau fóru flest að gráta og kennarinn skammaði mig og lét mig sitja í sessuhorninu það sem eftir var dags og biðja bænir. ég var ekki djöfladýrkandi sem barn heldur mjög raunsæ og ég hélt satt að segja þá að ég væri að gera góðverk. svona hef ég alltaf verið misskilin.
þegar ég var svo 15 ára ákvað ég að segja vinkonu minni að jólasveinninn væri ekki til. hún fór líka að gráta og hætti að tala við mig.
föstudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli