jæja þá... ég get svo svarið það að ég kann ekkert á tölvur, ég kann ekki einu sinni á þetta blogg. það er bara heppni að ég geti skrifað í þetta. en þó verð ég að tilkynna að það er fyrir tilstuðlan minnar góðu vinkonu hennar halldóru að ég komst svona langt eða svona stutt. það er líka henni að þakka að ég gat tekið þátt í útskriftarsýningunni minni því hún fjármagnaði verkið. að sjálfsögðu verður það greitt að fullu. mig langar til að hafa svona gestabók, hvernig gerir maður það?
en hvað það er nú merkilegt þegar maður er í ástarsorg að maður er ekki fyrr búinn að kveikja á útvarpinu til að lyfta sér aðeins upp að þá fer að hljóma einhver harmsöngur um óendurgoldna ást og eymd. andskotans helvítis. gott að það er bara klukkutími í leiðarljós en það er góður og uppbyggilegur þáttur sem ég mæli með fyrir alla þunglyndissjúklinga. það er líka allt í lagi þó maður missi af nokkrum þáttum í röð því næst þegar maður kveikir er ennþá sama atriði og þú varst í seinast. þar eru líka allir sérlega geðveikir og svífast einskis. ég bara bíð eftir því að fólk fari að hafa kynferðismök við börnin sín. það liggur við...
annars er það að frétta að ég held að ég sé að öllum líkindum orðin kona einsömul. þeir sem vilja giftast mér eða senda samúðar sms er bent á símanúmerið 8971306. ég hef þó ákveðið eins og þið sjáið kannski á þessari lesningu, fyrir utan að ég er að eðlisfari mjög kaldhæðin kona, að láta ekki bugast. þó að þetta hafi verið maðurinn sem ég hélt að yrði maðurinn minn að eylífu, ég varð reyndar fullviss um það þegar ég sá hann fyrst fyrir næstum 8 árum, þá verður maður bara að vera jákvæður. hvað um það þó ég verði ein að eylífu með þúsund köttum. nú fæ ég tár í augun því þetta er í raun ekki sannleikur. ég er ægilega leið. nei, ég neita að vera leið! ég uppskar margt gott eins og arnar og móu sem ég dýrka. þau eru nýju bestu vinir mínir og ég elska þau. nú er líka kjörið tækifæri að fara að heilsa upp á gamla vini. nei, ég er ekki að meina til að fá samúð heldur til að segja þeim að ég gleymdi þeim aldrei. ég er hætt, þetta er að verða of væmið. ef einhver getur kennt mér aðeins á þetta blogg þá væri það vel þegið.
bestu kveðjur.
föstudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli