erótík í vesturbænum - óvenjuleg saga úr lífi mínu.
til að byrja með tilkynni ég hér með að ég er hætt í þunglyndinu sem gekk á frá laugardegi til gærdags. vaknaði í morgun staðráðin í að bæta þetta þar sem að ég er farin að sjá undarlegt munstur hjá fólki í hvert sinn sem mér líður illa. önnur saga og bitur. ég var semsagt mjög þung á brún á laugardagskvöldið og tók eftir því að enginn hafði áhuga á að tala við mig. út frá því bjó ég til shit - list sem nánast allir sem ég þekki eru á. kannski talaði enginn við mig því mér tókst á einstakan og tinnískan hátt að gera mig að fífli á föstudagskvöldið. enn önnur saga. allavega ákvað ég að þar sem að ég væri hvort sem er ein á báti væri lítið fútt í því að hanga heima og íhuga sjálfsmorð svo ég bara brá mér af bæ. ég vissi ekki af mér fyrr en í partýi þar sem ég þekkti engann en þó alla því allir voru frægir þar inni, leikarar og söngvarar og dansarar og stripparar. ég þóttist samt vera kúl og drakk græna kokteila með pippbragði. einn fór að gefa mér auga og ég þori ekki að nefna hann á nafn því ég vil ekki að mynd af mér birtist í séð og heyrt með aldrinum mínum innan sviga. kannski ef ég er ófrísk skal ég nefna hann, ég á að minnsta kosti rétt á meðlaginu. eftir því sem á kvöldið leið varð ég fyllri og málgefnari og myndarlegi leikarinn færðist nær, eða var hann kannski söngvari. og til að gera langa sögu stutta fórum við heim saman. innihaldslaust kynlíf var það eina sem ég vildi og ég uppljóstra því hér með að ég hafði ekki notið ásta síðan 2. janúar á þessu ári. ekki spyrja afhverju. þetta var reyndar í fyrsta skipti sem ég fór heim með einhverjum án þess að bera neinar tilfinningar til hans. hef alltaf verið skotin í þeim sem ég fór heim með í fortíðinni. þetta er nýr kafli í lífi mínu. og við nutumst alla nóttina, ef ég hefði ekki verið hrædd um að einhver heyrði til mín hefði ég hrópað nafnið hans í fullnægjublossanum. svo sváfum við í tvær stundir aður en við drukkum saman kaffi og leiðir skildu með kossi. en hvað það var gott að láta strjúka allann líkamann og heyra einhvern hvísla í eyrað á mér að ég væri guðdómleg og undurfögur þó svo að ég tryði því bara í þetta augnablik. láta einhvern kyssa rakar lendarnar og hvít brjóstin, leyfa mér að hvíla höfuðið á karmannlegri bringu þegar mig langaði mest til að gráta af unaði. og svitinn okkar lak saman og vætti rúmfötin sem ég svaf í ein í nótt. þetta var bara það sem ég vildi og þess vegna vaknaði ég glöð í morgun. bless.
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli