laugardagur

jæja. laugardagur og ég finn fyrir þynnku. ég er samt að drekka gin í tónik núna og skolaði niður smá snarli áðan á kaffibrennslunni með bjór. reyndar er ég bara að drekka núna því ég er þjökuð af smá bömmer eftir gærkvöldið þar sem að ég gerði sjálfa mig einum of berskjaldaða fyrir særindum og að sjálfsögðu er ég dáldið sár núna. þó mest út í sjálfa mig. stundum misskilur fólk velvilja manns og heldur annað en það sem er. til dæmis virðist öllum þykja það mun alvarlegra þetta skot mitt en það í raun og veru er, þar á meðal sá sem ég er skotin í. ég er bara skotin. auk þess vildi ég vera góð við einhvern sem er vinur minn og mér fannst hann alls ekki nógu þakklátur en það er nú venjulega eins og það er. síðan finnst mér sumir vera fífl því ég er í raun og veru dásamleg.

ég fór í kolaportið áðan með móu og arnari og þá var eins og við værum komin til helvítis eða á geðsjúkrahús. tónlist sem heyrðist úr loftinu hljómaði um allt og allir voru með tryllingslegt augnaráð og lyktuðu undarlega. en eins og venjulega lyktar allt undarlega. ég hitti líka ófríska vinkonu mína.

nú ætla ég að gleyma öllu og vera glöð. ég ætla að sofa hjá í kvöld. ég hér með legg undir milljón að ég mun njóta ásta í kvöld. bless.

Engin ummæli: