fimmtudagur

halló.
mikið er ég nú leið og einmana þessa dagana og ég geri lítið annað en að skæla. en það má að sjálfsögðu ekki nefna það við neinn því enginn nennir að hanga með væluskjóðu. nema halldóra sem er alltaf svo góð við mig. ægilega þykir mér nú vænt um hana nema bara að það er óþolandi hvað hún getur endalaust borðað án þass að svo mikið sem að fingurinn á henni fitni en ég þarf ekki annað en að hugsa um elsku langlokurnar og þá stækkar rassinn minn. en ekkert smá sexí rass þó ég segi sjálf frá. í morgun fór ég t.d. í vinnuna og ætlaði að vera hugrökk en þá fór ég bara að skæla fyrir framan alla og fór inn á skrifstofuna með ægilegu yfirkonunni með viskíröddina. hún eins og allir heldur sko að ég sé 17 ára svo að henni fannst ekki merkilegt að ég væri svona niðurbrotin af ástarsorg. eða kannski, hún leyfði mér allavega að fara heim sem var samt neyðarlegt því skrifstofan mín er í endanum á póstsalnum svo ég þurfti að ganga eða hlaupa fram hjá öllum með grátbólgin augu. æji, á manni ekki bara að vera sama? ég þoli ekki að meirihlutanum af mannkyninu og mér finnst asnalegt og skammarlegt að sýna tilfinningar. þess vegna er ég búin að blekkja sjálfan mig og alla seinustu vikur. ég held samt að enginn láti það sig varða. mig langar mest núna til að detta ærlega í það í góðra vina hópi og gleyma öllu.

ég verð að viðurkenna að þó ég hafi nokkurn veginn vitað hvað blogg er var ég ekki alveg viss fyrr en ég las seinasta tölublað tímaritsins veru. að sjálfsögðu er þetta dagbók. ég er nefninlega með kenningu... þeir og við sem handskrifum dagbækur erum alltaf með einhversstaðar í huganum eða undirmeðvitundinni að einhver muni einhvern tímann lesa dagbókina okkar. kannski börnin okkar eða makar og foreldrar ef við deyjum skyndilega. þess vegna mætti segja að þau skrif væru eiginleg dáldið fölsk. falskt er kannski of neikvætt en ég finn ekkert annað sem hugsanlega getur táknað það sem ég er að meina. en með blogginu hreinsast samviskan. við getur verið opinská eða ekki því þetta er jú dagbók og aðrir geta gengið að þessum tölvudagbókum vísum. ég veit reyndar bara um einn mann sem les mína en ég er að hugsa um að fara í augflýsingaherferð og auglýsa bloggið mitt svo ég geti sett grunninn fyrir rithöfundardraumum mínum.

en nú ætla ég heim í bað því að eins og hjá öðrum sem ég þekki er einmitt baðdagur hjá mér í dag. ég vona að það rætist úr þessum degi sem byrjaði svona illa. ég elska ykkur öll eða þá bara þig hjörtur. broskall.

bless.

Engin ummæli: