mánudagur
stundum í örvæntingu og vonleysi gerum við hluti án þess að hugsa. hluti sem við þyrftum að gera bara er við værum komin fram á ystu brún og okkur fyndist myrkrið hafa heltekið sálina í okkur og svert hjartað. ég lenti í því á föstudaginn, ég náði botninum í fyrsta skipti á ævinni. ég hélt ég hefði upplifað botninn en svo rann þessi stund upp og mér fannst ég yfirbuguð. ég fer ekkert og mun aldrei fara nánar út í þetta en ég óska þess til alls sem ég veit um í heiminum, gott eða illt að þetta þurfi ég aldrei aftur að upplifa. en á meðan á þessu stóð sagði mér einhver sem ég elska að stundum í mesta myrkrinu myndum við sjá glitta í lítið ljós. ég trúði því ekki þá og eiginlega ekki fyrr en í morgun þegar til mín kom manneskja sem hafði áhuga á velferð minni og vildi segja mér að fullt af fólki þætti vænt um mig. stundum mitt í dimmunni gleymum við þeim sem okkur virkilega elska. og þarna gerðist það, einhver kom til mín og faðmaði mig og það var það sem ég hef þurft síðastliðnar vikur. það er hægt að tala og tala um allt sem hefur hent mann í góðra vina spjalli en viðleitni viðmælandans skiptir sköpun og því hef ég komist að. ég hef líka komist að því að ég þarf sjálf margt að bæta í framkomu minni við þá sem mér þykir vænt um. stundum er svo gott þegar einhver faðmar mann. og ég sé ljósið. skrýtið hvað maður fer stundum djúpt niður og heldur að þar muni það enda en svo á örskotsstundu breytist allt. þú finnur vin í einhverjum sem þú þekktir lítið. ég veit að þetta blogg dagsins er ægilega væmið en ég hef orðið fyrir uppljómun. mér finnst að við ættum öll að einbeita okkur að þeim sem standa okkur næst, hætta að reiðast og elska frekar. mér finnst svo ótrúlegt að miðað við þann hrylling sem ég fór í gegnum á föstudag og náði næstum að slá botninn í þetta allt sé ég glitta í ljósið og ég finn gamalkunnan fiðring í maganum. elskum okkur sjálf svo við getum lært að elska aðra.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli