sunnudagur

halló þá. í dag þjáist ég af matareitrun því ég borðaði hlöllabát í gær og pilturinn sem afgreiddi mig missti kjötmetið í gólfið og stappaði á því. ég ákvað að þegja yfir því því ég vildi ekki vera pirrandi viðskiptavinur. þess vegna uppskar ég ælupest og það sem því fylgir útum hitt opið. vonandi skiljið þið. ég átti samt að vera að vinna aukavakt í skemmtilegu bókabúðinni minni í dag en sökum veikinda komst ég að sjálfsögðu ekki. hvernig stendur á því að mér tekst alltaf að verða veik helst á fyrstu viku í nýrri vinnu. allavega hljóp allt í misskilning og ég náði ekki að láta stúlkuna vita sem er yfir í dag heldur lét ég bara verslunarstjórann vita. ég vissi ekki að þessi stúlka ætti að vera yfir í dag og verslunarstjórinn í helgarfríi. stúlkan sú sem ég ætla ekki að nefna á nafn hringdi í mig ægilega reið og jós úr skálum reiði sinnar og sagðist sko ekki vilja hafa fólk eins og mig í vinnu þarna. mig grunar reyndar að það hafi eitthvað legið illa á henni en kommon! þar sem að ég er einstaklega viðkvæm fyrir skömmum þegar mér finnst ég ekki eiga þær skilið felldi ég nokkur tár og hringdi skælandi í ástmann minn. hann stappaði í mig stálinu því hann er voða góður í því og þá leið mér aðeins betur og brá á það ráð að hringja bara í verslunarstjórann til að koma í veg fyrir allan misskilning og að rétt yrði farið með staðreyndir. hún er voða góð og huggaði mig og sagði að allt væri yndislegt og ég ætti nú bara að láta mér batna. mikið er hún góð. og svei á fúlu stelpuna. vonandi fótbrotnar hún eða slefar á sjálfa sig í miðri afgreiðslu.

í gærkveldi voru mínuspiltar með útgáfutónleika ásamt manninum mínum. mikið voru þeir nú allir sætir. ég er ekki frá því að ég sé skotin í öllum karlmönnum.

vinnan er mjög skemmtileg og dagarnir líða eins og rakettur á leið út í himinhvolfið og vikurnar líka.

föstudagur

og drekk bjór :)
já! komiði öll sæl. nú sit ég að sumbli heima hjá móu því hún er að nota líkama minn. ég verð semsagt módel fyrir hana annað kveld á sjálfa menninganótt. listasafn íslands kl 1/2 tíu fyrir þá sem vilja koma. vinnan er frábær. dagarnir líða eins og vindurinn og allir svo indælir og góðir. nú hlusta ég bara á ska og fer bráðum í jóga. bless.

þriðjudagur

halló. ég er semsagt í ákaflega úrillu skapi í dag og mun það vera vegna fyrirtíðaspennu. auk þess er ég komin með dálítinn kvíða í mallann því á morgun klukkan 9 byrja ég í nýju vinnunni minni. ég tel mig ekki vera óeðlilega, hitt þó heldur því flestir sem ég þekki eru kvíðnir fyrir ný störf. ég biðst því hér með fyrirfram afsökunar ef ég hitti einhvern í dag og hvæsi á þá. auk þess vantar mig nýtt skattkort. ég nenni ómögulega að tala meir. eini ljósi punkturinn við daginn í dag er símafundurinn sem ég mun eiga með manninum sem ég elska. bless.

föstudagur

jeiijjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj! gleðilegan dag allir saman! þetta er svo sannarlega dásamlegur dagur þó að himinn sé örlítið grár og ef hann skyldi gráta væri það af fögnuði fyrir mína hönd því getiði hvað???? jú allar sálir heimsins leggið við hlustir, ég og maðurinn sem ég elska erum sameinuð á ný. ó hve glatt er mitt hjarta. við ræddum í gærkveldi vel og lengi hvað betur mætti fara og ákváðum svo að fara bara hægt í sakirnar, ekki ana að neinu. og ég er himinlifandi. við erum byrjuð að deita aftur. ég er svo sæl að ég gæti sprungið. og á eftir fer ég með henni dóru minni að drekka cosmopolitan á metz eins og sönnum sex and the city aðdáendum sæmir. því það er jú ekki bara ég sem fagna því hún dóra var einmitt að klára vinnuna sína í dag. ég ætla að vera súper gella á metz og tala með breskum hreim. hafið það öll sömul jafn gott og ég. bless.

fimmtudagur

komiði þá sæl.
ég furða mig á léttri lund minni þessa dagana. ég ætla samt ekki að jinxa neinu og hugsa mikið um það, þá er þessi létta lund vís með að fara einhvert til andskotans. ég uppgötvaði að það að fá kvíðahnút í magann þegar piltur vill hitta mig geti ekki þýtt neitt gott svo ég ákvað að koma hreint fram. ég sagði piltinum að á meðan ég væri áð sigla þennann úfna tilfinningasæ þyrfti ég að vera ein í bátnum. hann skildi það því hann er hið mesta gæðablóð og auk þess ljóðskáld. auk þess hef ég komist að því að ég get ekki hætt að hugsa um fyrrverandi ástmann minn. ég er búin að reyna að tala dáldið illa um hann og hugsa um allar slæmu hliðarnar hans en það gengur heldur illa að sannfæra hjartað. og samt líður mér ekkert illa yfir þessu. ætli einhver sé að reyna að segja mér eitthvað, kannski forsjónin og almættið. eníveis þá er sá hinn sami með tónleika í kvöld og ég ætla að fara. ekki bara af því að ég er yfir mig ástfangin af honum heldur af því að efnisskráin er mjög spennandi. og nú er ég að sanka að mér vinum til að koma með mér og halda í höndina mína sem á eftir að titra af stressi og eftirvæntingu. kannski ég fái mér eitt rauðvínsglas áður til að róa taugarnar litlu og viðkvæmu.

ég fékk einmitt rauðvínsflösku gefins í gær því ég hélt matarboð fyrir yndislegu nágrannana mína. það er semsagt sálgreinirinn og kona hans læknirinn. þau hafa nú aldeilis reynst mér vel. það er gott þegar maður finnur hlýju frá stað sem maður átti ekki von á að kæmi nein sérstök hlýja frá. svo eftir matinn tókum við skák og drukkum kafii úr hollenskum bollum. ég skíttapaði skákinni að sjálfsögðu en útfrá því kom upp hugmynd um að stofna skákfélag garðastrætis. ég fékk lánaða voða barnalega skákbók sem ég ætla að lesa spjaldanna á milli og svo verður fyrsta skákmót skákfélags garðastrætis haldið. við fengum líka hugmynd um að opna gallerí þarna á garðastrætinu. sú hugmynd er nú í þróun í hugmyndalegu legi mínu.

ef ég væri með internetið heima hjá mér myndi ég skrifa mun meira. ég fæ til dæmis oft sniðugar hugmyndir um miðjar nætur sem mig langar til að deila með ykkur eða þér hjörtur en þá er lítið við því að gera. og að morgni dags eru þessar sniðugu hugmyndir horfnar. ég þoli ekki að sitja hérna á bókasafninu þar sem að allir anga af svitafýlu og ég hata svitafýlu.

ég vona að hann sjái mig í kvöld og að hjartað mitt slær aðeins fyrir hann.

bless.

þriðjudagur

hvunær í andskotanum ætlar húsið mitt að fá sér internetið? ég myndi vera mun bloggglaðari þá.
nú! það er enn að breytast útlitið á þessu bloggi. en semsagt þá er helgi verslunarmanna liðin og mér er svosum sama. var drukkin frá föstudegi til sunnudags og reykti svo dóp í gær í góðra vina hópi. á föstudagskvöldið hitti ég mann og fór með honum heim og á laugardagskvöldinu hitti ég hann aftur og tók hann þá heim með mér. fyrst til að byrja með fannst mér athyglun kærkomin. maður verður eitthvað svo viðkvæmur og sannfærður um að maður sé viðbjóður þegar einhver vill ekki vera með manni eins og fyrrverandi kærastinn minn. svo að mér fannst indælt að indæll og myndarlegur maður girntist mig. kannski er ég kaldlynd og ömurleg en það var bara eitthvað sem ég þurfti en eiginlega ekkert meira. ég til dæmis komst að því, þvert á við það sem ég upphaflega hélt að ég get bara ekki með nokkru móti hugsað mér að fara að stunda kynlíf. eða kannski var það af því að ég laðaðist ekki nógu mikið þannig að indæla manninum. ég nefninlega gæti hugsað mér að sofa hjá nokkrum velvöldum karlmönnum en þeir eru allir hollywoodleikarar og fyrrverandi kærastinn minn. ég held þá að það verði lítið af því. en helgin var engu að síður mjög skemmtileg og alls ekkert þunglynt við hana. og endaði líka svona stórkostulega. ég fór í bíóhús nokkurt í gær með gulla og grjóti á kvikmynd sem engan langaði til að sjá hélt ég nema ég. þetta var unglingahryllingur eins og þær gerast bestar með extra kryddi því það voru inbreedar í henni. þetta var svona x files og scream blandað saman. ég vildi vera kúl þegar við fórum í bíóið og þorði þess vegna ekki að spyrja piltana hvort ég mætti sitja á milli þeirra. en svo sem betur fer atvikaðist það þannig að ég sat á milli þeirra nokkuð örugg því þeir eru jú agalega mikil karlmenni og borðaði poppið hans steins. þegar ég kom heim borðaði ég lifrapylsu og fannst hún góð. á meðan ég var í bíóinu fékk ég sms frá manninum sem ég var að kyssa um helgina og hann vildi hitta mig. ég fékk kvíðahnút í magann.
bless.