föstudagur

jæja þá.. hér sit ég með fullan maga af inverskum mat mat, pínu typsí af belgískum bjór og skotin í öllum lituðu þjónunum á austur-indía félaginu. fékk yndislegustu talhólfsskilaboð sem ég hef á ævinni fengið frá bestu vinkonu minni henni birtu þegar ég kom heim. birtan mín er í kaupmannahöfn og mikið óskaplega sakna ég hennar. þetta blogg er í heild sinni allt tileinkað henni og minn andardráttur líka. allir ættu að eiga eina birtu...
afmælisóskalisti:
1. glerhjálmurinn eftir sylviu plath
2. sexandthecity, sería 4&5 á dvd
3. handryksuga
4. baðvog úr þorsteini bergmann
5. tónlist
6. expressókönnur, litla & stóra
7. sígarettur
8. allt sem til er í heiminum með emily strange
9. inniskó fyrir vinnuna
10. örbylgjuofn með grilli

Engin ummæli: