laugardagur

nú þá... laugardagurinn runninn upp og afmælispartý í kveld. þrátt fyrir að hafa næstum hætt við fögnuðinn í gær sökum skapsveifla lýtur þetta ágætlega út núna. þarf bara að þrífa kytruna, kaupa öl, hárkollu og kattamat. en hér sit ég að drekka morgunkaffið í betri stofunni með hugleiki og ræði málin. hvers vegna vildi einhver spánverjum illt? ég er ekki búin að fá kreditkortið sem ég sótti um fyrir meira en viku og ég sem var búin að stóla á það til að borga brúsann. helvítis kreditkort! ég vona bara að gestir mínir verði glaðir og gefi mér góðar gjafir. hey! ég er bara að segja það sem öll afmælisbörn hugsa... næst segi ég ykkur frá afmælinu. hafið það alltaf gott! see ya!
afmælisóskalisti:
1. glerhjálmurinn eftir sylviu plath
2. sexandthecity, sería 4&5 á dvd
3. handryksuga
4. baðvog úr þorsteini bergmann
5. tónlist
6. expressókönnur, litla & stóra
7. sígarettur
8. allt sem til er í heiminum með emily strange
9. inniskó fyrir vinnuna
10. örbylgjuofn með grilli

Engin ummæli: