áðan gekk ég tjarnargötuna og leið eins og í útlöndum. sérstaklega hjá númer 14 og 16. á sama tíma tók ég eftir japönsku pari sem voru að taka vangamyndir af hvort öðru við tjörnina. þ.e. þau snéru vanganum sem var í forgrunni að myndavélinni og virtust vera að hora dreymin yfir skítasúpuna sem tjörnin er, ef þau bara vissu... á meðan hitt vandaði sig heil ósköp við að smella af á réttri stundu. á þessu augnabliki gerði ég mér grein fyrir því að ég þarf líklega að gefa frá mér 2 af þessum þremur yndislegu köttum sem ég á. það verður minn dauði...hvernig á ég að segja þeim það og hverju þeirra á ég að halda hjá mér... á morgun fer ég að skoða íbúðina sem ég held ég muni flytja í. mér líst allavega óskaplega vel á hana af myndunum. fyrir utan kisurnar og fyrir utan húsgögnin....
gestabók
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli