ola!
úff hvað ég er þunn, í líkama og huga. dáldið áttavillt í sálinni og hjartanu. óvæntir hlutir skutu upp kollinum í gær og þvert á við það sem ég hélt að myndi gerast líður mér alls ekkert illa yfir því. er einhvern veginn hlýtt í hjartanu þó ég skilji hvorki upp né niður í neinu. best er að berast bara með straumnum þegar maður finnur sig í svona aðstæðum. annars var huggulegt að vera fullur, ég skemmti mér vel og viðmælandinn var einhver sem að ég met svo óskaplega mikið.
en þá er loksins runninn upp dagurinn. ég fer að skoða íbúðina í dag. og þar sem að eigandinn býr erlendis sér sonur hennar um að sýna pleisið. ég hef bara talað við hann í síma og hann hljómar nú hálf ungur og ekki get ég ímyndað mér hvað honum dettur í hug útfrá því hvernig ég hljóma. en svo sagði hann mér að hann byggi í hafnarfirði... hvers vegna ætli hann hafi fundið sig knúinn til að segja mér það? engu að síður sagði það mér að þá hlyti hann að vera annað hvort yfir þrítugt með fjölskyldu og það allt eða 17 ára í foreldrahúsum. ég get bara ekki ímyndað mér aðra afsökun fyrir því að búa í hafnarfirði. og svo ef mér líst á þetta allt sem ég held að sé garanterað tekur pínu pappírsvinna við, bæ ðe vei! hvar þinglýsir maður leigusamningi? og ég býst svo bara við að flytja inn í kringum 6. júlí. huggulegt! ég vona bara að þetta sé ekki alger hola og ég fái hryggskekkju af því að þurfa alltaf að ganga um álút. svo vill mamma endilega koma með að skoða. voða furðulegt þegar hún allt í einu sýnir áhuga á lífi manns. var ég búin að segja ykkur að hún ætlar svo að skrifa undir tryggingavíxilinn? hún sammþykkti það að sjálfsögðu ekki þegjandi og hljóðalaust. ég þurfti fyrst að eyða löngum tíma í að sannfæra hana um að ég er ekki krimmi sem ætlaði að stinga af með víxilinn. þetta er allt dáldið spennó fyrir utan að sjálfsögðu þessa sorg með kettina. en ég er að reyna að vera jákvæð.... heima í kvöld í guðs bænum.
see ya!
gestabók
föstudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sæl dúkka.
Hvar er þessi íbúð? ég býð spennt. Ég kem heim þann 1.júlí og býð fram hjálp mína sem flutningamaður, það fer mér afbragðsvel að bera stór húsgögn, hehehehe...
Hvers vegna þarftu að losa þig við kettina?
Bi.
Þinglýsingar fara fram hjá Sýslumanni, Skógarhlíð eitthvað, bara þarna á jarðhæðinni, beint til vinstri þegar maður gengur inn, missir ekki af því, stendur stórum stöfum "skjöl til þinglýsingar"
jú sjáðu til ég hef þurft að láta þinglýsa 10 svona skjölum um æfina. þetta er náttla bara rugl!
Skrifa ummæli