hæj!
jæja! ég er komin með íbúð! jibbííííí! næst þegar ykkur hugkvæmist að heimsækja mig þá verð ég á grettisgötu 6, efstu hæð. ég hringdi í íbúðarkonuna í gær til að tilkynna henni að ég væri nýji leigjandinn hennar og hræða hana með röddinni. ég heyrði strax að henni var brugðið. hún útskýrði fyrir mér ferlið á móðurlegan hátt í sambandi við undirritun samningsins og víxilinn og allt það. en útaf athyglisbrestnum er ég og var að sjálfsögðu búin að gleyma því öllu eftir 2 mínútur. hef samt á tilfinningunni að þetta fari allt vel. hey! allt er betra en helvíska kaupa-íbúð-geðveikin. ég sat svo bara heima það sem eftir lifði kvölds í stresskasti og auk þess drulluþreytt og þunn eftir fimmtudaginn. mér er spurn hvers vegna ég er ennþá með eitt einasta hár á höfðinu eða ekki orðin al gráhærð. ég er svo stressuð að það er hægt að skafa stressið utan af mér. ég skil það bara ekki. ég hef aldrei litið á mig sem neitt lótusblóm, kannski smá prinsessu en ekki neitt viðkvæmt blóm. samt sem áður tekst mér afar illa að takast á við einhverjar flækjur. mín einasta og heitasta ósk núna, fyrir utan að einhver vilji giftast mér er að ég nái að klára allt í sumarfríinu og geti svo slakað á í nokkra daga áður en maður hendist beint í skólatraffíkina í vinnunni. ég bara verð að fara í jóga eða einhvern andskota. en í kvöld ætla ég að djamma. mikið vona ég að það verði gaman. ég ætla líka að vera yfirgengilega fögur og lýsa eins og viti. nei, það er fitubollulegt. frekar ætla ég að lýsa eins og vasaljós í dimmum saggakjallara. kannski sér einhver týruna.... þjóðráð væri auðvitað að liggja í bleyti í heitu baði á eftir þegar ég hef lokið við vinnuna. en að sjálfsögðu fer ég og kýs áður en ég veiti sjálfri mér nokkra athygli. og ef einhver hefur áhuga á að vita þá ætla ég að kjósa ólaf. ég hélt það yrði baldur en hann tapaði mínu atkvæði þegar ég heyrði að hann hefði sagt að hann hefði ekki nýtt sér neitunarvaldið í fjölmniðlafrumvarpsmálinu. og svo fékk hann ansans sjálfstæðisunglingana til að hringja útum allt fyrir sig. og ég sem var svo ánægð með að hann væri ekki flokksbundinn. viva ólafur og dorrit dúlla segi ég bara. sjáumst í kvöld pysjur.
see ya!
gestabók
laugardagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli