jæja, þá er maður orðinn heimilislaus svo til. íbúðin sem hefur verið heimili mitt s.l. 3 ár var seld í gær. ég er reyndar mjög ánægð með kaupandann en það sama er ekki hægt að segja um sjálfa mig. mér leið eins og gesti í heimahúsi þegar ég vaknaði í morgun og angistin greip mig. nú er ég með kvíðahnút í maganum og brest í grát af minnsta tilefni. endrum og eins næ ég að kýla örvæntinguna út úr hausnum á mér en þá hljóma hvatningarorð móður minnar í hausnum á mér frá því á steikarmánudaginn. samkvæmt henni er ég sjálfselsk, óhamingjusöm og andstyggileg. hvað þarf maður meira til að takast á við heiminn. mér dettur helst í hug að hún eigi 10 önnur börn fyrir utan mig sem ég hef aldrei hitt nema að þau hafa líklega alla tíð valdið henni miklum harmi og vandræðum og þess vegna finnst henni líklegt að ég muni gera slíkt hið sama. eða þá að ég hef óafvitandi einhvern tímann gert henni eitthvað djöfullegt án þess að muna það sjálf. var ég búin að segja ykkur þetta allt kannski? ég held og er nokk viss um að ég sé að tapa vitinu... í gær hringdi ég í þessa konu(mömmu) og sagði henni raunir mínar því ég er masókisti. hún hummaði bara og taldi milljónirnar sínar og kvaddi mig svo. hún finnur sig ekki einu sinni knúna til að lána mér fyrir útborgun og ef stelpan sem keypti íbúðina mína hefði ekki hringt í mig og sagt mér fréttirnar myndi ég ekki hafa nokkra vitneskju um það. ef að ég kemst út úr þessu klakklaust, reyni að hætta að mikla hlutina fyrir mér og skæla og finn kannski einhvern stóran mann til að knúsa mig er ég hætt þessu rugli. þá verð ég frá og með þeirri stundu tinna ævarsdóttir, munaðarleysingi.
gestabók
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
æ elsku grey. þú mátt koma í mat til mín hvenær sem er elsku tinna og hanga eins og þú vilt.
betsen
Skrifa ummæli