föstudagur

ola!
nú hef ég ákveðið að snúa aftur eftir smá pásu og djöfullegt þunglyndi undanfarnar tvær vikur. leiðin virtist bara liggja niður á við frá og með þeim degi og í gær varð einskonar sprenging eða hápunkturinn. ég hélt ég væri að farast úr ömurlegheitum og grenjaði og grenjaði allan daginn þannig að bróðurparturinn af samstarfsfólki mínu heldur mig snar vitlausa. það er alveg magnað hvað fólk leggur lítinn skilning í vanlíðan hjá öðrum. það er eins og maður gangi með spjald utan á sér sem á stendur; "hafðu skoðun á mér í dag". það virðast allir fara í óskaplega vörn ef manni líður illa nálægt þeim þó maður minnist ekki einu orði á það og þurfa alltaf að vera básúna á mann einhverju... "hvað er eiginlega að þér?" eða "sko, þetta er það sem þú átt að gera..." og ef maður segir að manni langi eiginlega bara mest til að vera í friði eða þá að fólk hlusti bara því það er enginn að biðja endilega um ráð þó að það sé verið að tala um ófarir sínar. maður vill bara að einhver hlusti. það sem hefur eiginlega mest áhrif á mig þegar mér líður svona illa er að hafa engann sem heldur utan um mig. ég veit þetta hljómar klobbalega og það er hægara sagt en gert að faðma vini sína af innileik, a.m.k. fyrir mig. hmmmm.... en það sem gerðist var ég veit ekki hvað. ég gerði mér grein fyrir því að ég er ekki að fara að kaupa mér íbúð sem eru hálft í hvoru vonbrigði að því leytinu til að ég var komin svo ansi mikið á bólakaf í að skilja þetta að ég var hálfpartinn bara búin að ná þessu öllu hvernig þetta helvítis fasteigna-viðbjóðs-geðveiki virkar. og ef það er guð á himnum þá er hann til vitnis um það að þessi geðveiki er ekki fyrir hvítan mann að skilja. en ég vil þó nota þetta tækifæri og þakka henni maju lóusystur sem birtist eins og engill hérna í gestabókinni minni og útskýrði þetta allt fyrir mér eins og hún hefði aldrei gert annað og fylgdi mér svo eftir í mestu hrakningunum. takk fyrir hjálpina elsku maja. opnaðu í guðs bænum ráðgjafaþjónustu sem ég get svo komið í þegar ég geng í gegnum þetta helvíti aftur. brynja fær líka þakkir fyrir að vera einstaklega þolinmóð í að útskýra fyrir mér sömu hlutina aftur og aftur því ég er með athyglisbrest og flest í þessu lífi er algebrudæmi fyrir mér. þú og maja getið stofnað ráðgjafaþjónustuna saman. svo er það líka hún maríanna kollegi minn sem sem lét þetta alltaf líta aðeins betur út með róandi móðurröddinni sinni. en málið er bara það að það verður ekkert gert á meðan ég á ekki pening og móðir vor hefur sagt nei við öllum stuðningi. það er bara svo einfalt. nú verður tinnan bara að vera jákvæð með hjálp góðra vina og borga frekar niður yfirdráttinn helvíska og fara bara að leigja. og mér er eiginlega bara létt. en ljósasti punktur alls gærdagsins var að hitta hana birtu mína. besti besti vinur minn og engill. og eins og nafnið bendir til verður allt einhvern veginn bjartara og auðveldara þegar hún er komin. hún þarf ekki einu sinni að segja svo mikið, hún bara dregur fram það besta í mér og ég verð alltaf jákvæðari. það kætti mig líka óumræðanlega að sjá gullprinsessuna bryncí syngja eins og engill með megasi og súkkat. ég á mögnuðustu vini í heimi.... ég er orðin klökk... það þurfti bara þetta breikdán í gær í vinnunni, fúlt samt að allir hafi séð það en þá komst allavega út allur þessi viðbjóður sem ég var búin að halda inni. og hann skolaðist burt með tárunum.
en nú kæru vinir og lesendur... mig vantar stað til að búa á. helst tveggja herbergja íbúð miðsvæðis. 40-45 þúsund á mánuði. og ódýrara, munið að ég vinn hjá pennanum. og mig vantar hana sem fyrst! ef þið vitið um eitthvað viljiði þá láta mig vita og ég verð ykkur að eylífu þakklát. góða helgi.
gestabók

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég náði þessu Tinna. En það er líka soldið erfitt að vinna með einhverjum sem maður sér að er langt niðri og manni finnst það leiðinlegt og maður vill hjálpa. Það býr ekkert illt þar að baki. Marsil.