þriðjudagur
eftir u.þ.b. hálfan tíma fer ég til læknis. þess þarf ég því ég hef að undanförnu, eiginlega seinustu 2 vikur þjáðst af hálsbólgu. það er ekki gott að vera með hálsbólgu og hvað þá í hálfan mánuð. auk þess sem ég hef talað eins og þýsk klámmyndastjarna seinustu 3 daga. verð að viðurkenna að ég er farin að sakna litla helíumkútsins sem röddin mín venjulega er. en það allt bliknar og gufar upp í öreindir fyrir gleðinni sem hjartað mitt elur á. ég er ástfangin og hjartað mitt slær aftur með þeim sem alltaf hefur átt það. allavega síðan ég var 16 eða 17 ára wannabe gothic í FB. skrýtið hvernig daginn áður en við vorum reunited og sú hugmynd að við myndum einhvern tímann aftur vera saman var okkur báðum jafn fjarlæg og tunglið, lá ég í móubarmi og vældi yfir því að ég gæti ekki nokkurn tímann gefist öðrum manni að fullum hug því hjartað mitt elskaði hann enn svo heitt... þetta var fyrir rúmum tveimur vikum og daginn eftir hittumst við. æ em trúlí in luuuuuv.
kæri talnaspekingur... mikið er gaman að þú hafir gaman af mér. það er alltaf svo mikill inspirasjón þegar ég veit að einhver les mig og skrifar svo eitthvað huggulegt. mér finnst þú kannski vita eitthvað meir en þú lætur í ljós... en þér að segja er ég fædd á því herrans ári 1979, 9. mars. þú getur einmitt lesið nokk fyndna færslu, þó ég segi sjálf frá, frá seinasta afmælisdegi.
see jú leiter!
p.s. bill clinton þekkti aldrei föður sinn en hins vegar þekki ég bill clinton því ég hitti hann um daginn og heilsaði honum að íslenskum sið með sleik... nei grííííín....
p.p.s. þetta blogg og allt blogg septembermánaðar er tileinkað hinni undurfögru og himnesku gyðju betu sem nú býr í usa.
gestabók
mánudagur
gestabók
föstudagur
jæja! nú hef ég undanfarna daga verið afskaplega illa haldin af veikindum miklum og er eiginlega enn... og þ.a.l. bara setið heima við. en ég lofaði yfirmanni mínum mætingu í dag og það er ekki eitthvað sem maður svíkur. ekki vil ég vera ábyrg fyrir tárum fullorðinnar konu. en hvað um það... sé yður á eftir.
gestabók
mánudagur
gestabók
gleðilega vikubyrjun! ég vaknaði klukkan 7 í morgun og fór í sturtu. horfði ekki á donnie darko í gær því ég fékk illt í magann og varð strax hrædd. í dag er ég með hálsbólgu... þetta eru ég og hann -> ég er hún og hann er jókerinn minn... see ya for now!
gestabók
sunnudagur
gestabók
ég er post full, hálf þunn og sívinnandi eins og í dag. ég er líka dálítið djöfulmenni og hræsnari einnig á ég í ógagnkvæmu haturssambandi við eina konu. ég held a.m.k. að það sé ógagnkvæmt, en hvað um það því það bitnar allt á mér þar sem að ég er hatarinn. ég er hins vegar líka steinhissa og búin að taka marga kollverpinga í hausnum mínum í dag og bílív jú mí, ég er enn ekki lent á fótunum. það er samt, þó það kunni að koma á óvart, mjög gott allt saman. eiginlega alveg ótrúlegt, eiginlega trúi ég því ekki ennþá, eiginlega frábært. mér líður eins og þegar maður kemur fyrst til útlanda og gengur um eins og í leiðslu því að umhverfisbreytingin hefur enn ekki síast inn. en gömlu brunasárin eru enn ekki gróin og þess vegna er ég hrædd um að glóandi tönginni verði bara aftur stungið í mig. en ég finn í hjartanu að þetta er rétt. ég vona að ég hafi ekki sært neinn en þetta er allt saman leyndarmál. og ég sem skil ekki leyndarmál. allavegana enn sem komið er... þangað til að ég er örugglega búin að tryggja öryggisnetið. skiljiði eitthvað í þessu? ég ætlast ekki til þess því þetta er með eindæmum tinnískur þankagangur. gjörðir sett í orð sem svo eru sett í mynd sem svo eru aftur sett í orð. þannig hugsa ég...
ég og móa systir og þura verðum með markað á menningarnóttina og ég verð dómari í myndlistarkeppni. svo er ég orðin svo æst í að fara að undirbúa illgresi að mig klæjar í puttana. ef ykkur langar til að vera með í listasýningu/hátíð, taliði þá við mig....
ég ætla að halda áfram að marinera. see ya!
gestabók
miðvikudagur
mikil rjómablíða sem ég lít á sem gott merki fyrir kveldið. jú, mikið rétt! deitið í kvöld, upp er runninn sá dagur... og ég er með kviðverki af samblandinni gleði, tilhlökkun og kvíða. kvíða útaf kjörþögninni sko.... annars er maður bara sjónvarpsstjarna í dag eða í gær öllu heldur. sáuði mig? ég var í fréttunum á stöð 2. krúttið sem sagðist ekki þola sól. jubb! that´s me!
see ya!
gestabók
þriðjudagur
muniði um daginn þegar ég sagðist hafa fengið svo frábærar fréttir og mátti ekki segja þær? ég má semsagt segja þær núna en gleymdi því alltaf. móa systir mín og arnar eggert heitmaður hennar og fyrrverandi mágur minn eru ófrísk. ójá! lítil baun eða tinna(hope hope hope) á leiðinni eftir u.þ.b. 5 mánuði. ég er svo yfirmáta glöð að ég gæti gubbað. og ég hlakka sérlega mikið til að handleika litlu baunina og segja henni sögur. mér hefur nú aldrei geðjast neitt ofur vel að börnum nema nokkrum eins og litla frænda mínum sem mér finnst vera dásamlegur. og ég er sjálf alveg róleg á babyfeverinu enda kornabarn sjálf. en gleðin sem yfirtekur hjartað manns þegar einhverjir sem að manni þykir svo óendanlega vænt um segja manni þessar fréttir er eins og að maður breytist í aðra manneskju. það fer um mig einhver fullkomnun og mig langar til að öskra af gleði. og svona er þetta bara þegar vinir mínir segjast ófrískir. jerimías! hvernig ætli ég bregðist við þegar ég lendi sjálf í þessu? enn og aftur, mjööööög róleg í því. þetta er bara eitthvað svo yfirnáttúrulegt og magnað. ætli þetta sé konan í mér sem bregðist svona við? því að þessi viðbrögð eru ofar mínum skilningi...
vona að flingið lesi þetta ekki, má örugglega misskilja þetta á marga vegu... það er deitið á morgun og ég bíð eftir því að kjörþögnin hellist yfir mig. best að drekka nóg af relaxing tei fyrir háttinn í kvöld. ég hlakka samt svo til og er með heila nýlendu af exótískum fiðrildum í mallanum...
bubbi morthens kom áðan í búðina og sótti boxarablaðið sitt. hann sagði svo að ég væri svo mikil elska að ég ætti að fá frí i vinnunni útaf góða veðrinu... hvað svo sem það þýðir. ég bar þetta undir yfirboðarann sem tók ekki í sama streng og bubbi.
see ya!
gestabók
mánudagur
bráðum verður símanum mínum lokað og ég á enga peninga. sem og áður er ástæðan sú að ég vinn hjá pennanum.
annars skal ég segja ykkur það að s.l. föstudag, sem var einn sá viðburðaríkasti frá morgni til kvölds í langan tíma, var ég gerð að umsjónarkonu með tónlist og myndböndum hér í pennanum. ég mun þ.a.l. þurfa að fylla út í ansi erfiða skó sem kollegi minn, hún maríanna dansaði áður um á. það fylgdi reyndar ekki sögunni hvort með þessu fylgdi sjálfgefin launahækkun eða ekki. ætli maður þurfi ekki að sjá um það sjálfur eins og allt annað óþægilegt sem tengist því að vera fullorðin. mér þykir þetta þó mikill heiður og er mjög stolt af því að hafa verið beðin um þetta þar sem að ég hef alltaf haldið að fólk hefði það álit á mér að ég væri bara óttaleg skellibjalla sem tæki enga hluti alvarlega. ég er að sjálfsögðu eins og allir vita háalvarleg kona sem er lítið fyrir innantómt blaður nema þá helst þegar að ég svara símanum þegar móðir vor hringir.
mikið finnst mér fyndið að það sé til 6 tíma hljóðbók sem heitir grafarþögn eftir sögu arnalds indriðasonar. fattiði??? grafarþögn-hljóðbók... hahahahaha
bissí og mjög stressandi vika framundan. en samt good way stressandi því ég er að fara á deit á miðvikudaginn... fiðrildi í maga....
see ya!
gestabók
af einhverjum furðulegum ástæðum hafa 2 seinustu færslur horfið á dularfullan hátt... ég skrifaði seinasta fimmtudag og föstudag og var sérlega fyndin af því að ég hef endurheimt góða skapið. nú veit ég ekki... hvað á þetta að þýða? en fokk it! skrifa þá bara í dag um allt það skemmtilega. ég er skotin! tíhíhí....
see ya!
gestabók
miðvikudagur
af einstaklega skemmtilegum og magakitlandi ástæðum hef ég ekki náð að blogga. kem með rassíu á morgun. er nefnilega búin að skrifa allt niður sem mér dettur í hug að skrifa um hér undanfarin sólarhring and it´s a lot!!!! geri það venjulega ekki og gleymi þess vegna öllu sniðugu.... allt frá rúnari júlíussyni til tom selleck.
see ya!
gestabók
þriðjudagur
Önnur færsla dagsins í dag: það eru allir óðir í að kaupa frjálsa verslun í dag. hingað hafa komið á einu degi það mesta samansafn af plebbum sem ég hef á ævinni séð til að kaupa þennan auma pésa. og af hverju? jú, af því að fólk hefur svo óslökkvandi og fáránlegan þorsta í að þurfa endilega að vita hvað fólk sem er engan veginn á sömu hillu og maður sjálfur í lífinu hefur í laun og hvað það borgar mikla vexti af þeim launum. að hugsa sér. svo sitja bara blaðakaupandi plebbarnir og lesa um hina plebbana og þeirra mánaðar milljónir og býsnast. ojjsen pojsen og puff!!! silfurskeið í rassi-pakk! í gær var kirsuberjadagur. gleymdi að segja ykkur. af því að ég vaknaði ekki þunn og í rosa góðu skapi ákvað ég að vera extra fín í tilefni verslunarkonudagsins. ég var með kirsuberjaeyrnalokkana mína, í kirsuberjaskyrtu og kirsuberjapilsi. eitt stórt og safaríkt kirsuber! mig vantar hins vegar til að vera fullkomið kirsuber, kirsuberjaspennu, kirsuberjahring, kirsuberjaarmband og kirsuberjaskó. mynduð þið ekki bara vilja borða mig þá? úff... ég kemst bara ekki yfir mína eigins fabúlesness og hvað ég er mikið kirsuber. ég verð að sinna heimilisstörfunum! ég hef látið það sitja á hakanum allt of lengi og nú er sófinn minn eiginlega farinn að líkjast meira skógarketti en hún páka mín. og gestir að koma í kvöld og allt. ég er nú meiri húsmóðirin!!! gunnar dungal kom áðan í sína venjubundnu eftirlitsferð um búðirnar sínar. mig dreymir um að verða vinkona hans og fara með honum í veiðiferðir í einhverjum fínum ám. mig langar alltaf rosa mikið til að geta sagt eitthvað fyndið á nákvæmlega sama tíma og hann gengur brúnaþungur fram hjá en það bara gerist aldrei. ég er eiginlega alltaf akkúrat verkefnalaus þegar hann kemur svo að hann er örugglega farin að halda að ég sé einhver bévítans auðnuleysingi og 15 ára í þokkabót. síðan sá ég að hann gaf mér extra illt auga af því að ég er í sérlega flegnum bol í dag. ,,það er fyrir túristana" hefði ég getað gaukað að honum og svo hefðu ég og gunnar dungal hlegið dátt saman og slegið okkur á lær.**umfh** bestu kveðjur, tinna. |
gestabók
ola allir þá! svona dagar eru nú í miklu uppáhaldi hjá mér. það er eins og það sé mánudagur nema að það er í raun þriðjudagur af því að í gær var hinn óheilagi frídagur verslunarmanna. ég er verslunarkona, þess vegna vann ég. ó já, ég gleðst yfir einföldu hlutunum. annars er nú allt í hers höndum hérna í dag, fólk ekki að mæta í vinnuna né að svara símanum. einu sinni fyllti ég þann reit, hvarf úr starfi. það var þegar ég vann á landspítalanum á tauga- og öldrunarsjúkdómadeild. mikið var það hræðilegt og ég grét mig í svefn á hverju kvöldi og síðan hvarf ég úr starfi. og svo er yfirmaðurinn minn að leysa mig af í mat og guð hjálpi mér ef ég verð mínútu of lengi. hún á þá örugglega eftir að missa hárið af stressi. annars er ég frekar róleg og himinlifandi eiginlega bara... ég er líka orðin skotin af því að þið vitið og segið það með mér: ég er með svo easy hjarta!!!!! af hverju tala ég samt alltaf svona niðrandi um það? ekkert að því að vera hrifnæmur og heillast af fólki. einasta vesenið er að þá er maður kannski örlítið berskjaldaðri fyrir vonbrigðum. þar kemur þýska blóðið sér vel, hitlersæskan og það allt. annars held ég að ég hafi ekki erft köldu brynjuna frá móður minni þegar að kemur að hjartans málum. bara þegar að mér finnst ég þurfa að siða fólk til. gulli minn segir að ég sé svo viðkvæm og sjálfri finnst mér ég alltaf vera eins og eitthvað lauf í vindi, nei frekar fiðrildi í roki. það er fallegra... mamma vildi ekki sjá king arthur og kom með heimskuleg rök fyrir því. ,, af hverju villtu sjá svona stríð og dauða?" spurði hún mig. ég hafði ekki svar sem hún skildi. ,,ég er bara morbit mamma mín..." og því fór sem fór og ég var pínd á raising helen. það gerði ekkert nema að kalla fram tár í augu. ég ætla á king arthur sama hvað hver segir um blóð og dauða. ég fer með litla plastsverðið í lendarskýlu og járnbrjóstahaldara. ahhhhhh.... þetta er skotandvarp... see ya! |
gestabók
mánudagur
ola! hí hí... sjáiði, sjáiði!!!! hann hefur skrifað komment, ég held að minnsta kosti að þetta sé hann. ég er með fiðrildi í mallanum... og með svo easy hjarta að mér er ekki viðbjargandi. og það er kannski bara allt í lagi, ég er bara svo himinlifandi að það sé ekki fixerað á mr. ego. og ég er í góðu skapi og endalaust skríkjandi framan í kúnnana. jamm, er að vinna eins og alltaf. fer svo í dinner til mömmu á eftir og ég er svo hress að hún gæti sagt mér að ég væri ættleidd án þess að slá mig útaf laginu. ég ætla líka að pína hana til að bjóða mér í bíó á king arthur. ég gerði ekkert í gær nema að horfa á vídjó. fékk reyndar þá tvo huggulegu menn, hjört og þránd í heimsókn en annars var allt fremur tíðindalaust. nú er ég að hugsa um að halda innflutningspartý fyrir vini mína næstu helgi. þá lendi ég samt í sömu klemmu og venjulega í sambandi við hverjum skal bjóða. ég vil nefnilega alls ekki að neinn reiðist mér, eins og lauf í vindi ég er... hef samt fundið ágætis lausn á þessu... hún er þannig að þegar maður þekkir mikið af fólki og ætlar að halda einhvern smá fögnuð en er ekki viss hverjum eigi að bjóða og hverjum ekki og hefur enga sérstaka útilokunaraðferð, ætti maður bara að ímynda sér að þetta sé brúðkaupið manns. ég ætla að prófa þetta.... ég veit nefnilega upp á hár hverjum ég byði í brúðkaupið mitt. allt í einu virkar þetta samt ekki sem sniðug aðferð.... æ fokk it! nú er pásan næstum liðin. see ya! |
gestabók
sunnudagur
hæ! ég var rosa full í gær, alveg ofboðslega full enda staupaði ég heil ósköpin af tekíla og svo heitt&sætt á barnum ásamt bjór. man samt allt eins og það hefði gerst í gær. tíhí... en ég er með eindæmum þunn, jeremías minn eini... og ætla þ.a.l. bara að skríða heim á eftir, undir sæng og hafa það huggó. jú sjáiði nefnilega til, ég er búin að vera að vinna frá eitt í dag og á eftir einhverja rúma tvo tíma og svo er líka vinna á morgun. moní in ðe fokkíng pokket! ég var með nýju vinunum mínum í gær, þeim þuru&magga og líka þessum gamla og góða þrándi. gaman að eignast nýja vini. sérstaklega þar sem að einmitt í gær eða öllu heldur nótt sannaðist það sem ég hef haldið um nokkra í dáldinn tíma en hef ekki haft neitt fast í höndunum um heldur meira svona tilfinningu fyrir. og þau urðu formlega gestir á tinna´s shitlist. en það var samt rosa gaman. og sérstaklega gaman þar sem að á tímabili leit út fyrir að það yrði bara þunglyndi og volæði allt kveldið. jibbs. ætli þunglyndið sé á enda? mikið væri það nú vel þegið... ég var líka kysst. aha! tendraði í næstum kulnuðum eldi með gömlu flingi. næstum fjögurra ára gömlu, ekki hann heldur okkar kynni. jukk! nammi, gott að vera kysst og klöppuð. gott að mála hjartað aftur rautt... en nóg um það. betsen er æði, ég elskana og hún er fabúlus eins og ég. hún er reyndar vinkona mr. ego en ég fyrirgef henni það af því að hún er royal fabúlessness! see ya elskan... |
gestabók