þriðjudagur

halló krakkar!
eftir u.þ.b. hálfan tíma fer ég til læknis. þess þarf ég því ég hef að undanförnu, eiginlega seinustu 2 vikur þjáðst af hálsbólgu. það er ekki gott að vera með hálsbólgu og hvað þá í hálfan mánuð. auk þess sem ég hef talað eins og þýsk klámmyndastjarna seinustu 3 daga. verð að viðurkenna að ég er farin að sakna litla helíumkútsins sem röddin mín venjulega er. en það allt bliknar og gufar upp í öreindir fyrir gleðinni sem hjartað mitt elur á. ég er ástfangin og hjartað mitt slær aftur með þeim sem alltaf hefur átt það. allavega síðan ég var 16 eða 17 ára wannabe gothic í FB. skrýtið hvernig daginn áður en við vorum reunited og sú hugmynd að við myndum einhvern tímann aftur vera saman var okkur báðum jafn fjarlæg og tunglið, lá ég í móubarmi og vældi yfir því að ég gæti ekki nokkurn tímann gefist öðrum manni að fullum hug því hjartað mitt elskaði hann enn svo heitt... þetta var fyrir rúmum tveimur vikum og daginn eftir hittumst við. æ em trúlí in luuuuuv.
kæri talnaspekingur... mikið er gaman að þú hafir gaman af mér. það er alltaf svo mikill inspirasjón þegar ég veit að einhver les mig og skrifar svo eitthvað huggulegt. mér finnst þú kannski vita eitthvað meir en þú lætur í ljós... en þér að segja er ég fædd á því herrans ári 1979, 9. mars. þú getur einmitt lesið nokk fyndna færslu, þó ég segi sjálf frá, frá seinasta afmælisdegi.
see jú leiter!
p.s. bill clinton þekkti aldrei föður sinn en hins vegar þekki ég bill clinton því ég hitti hann um daginn og heilsaði honum að íslenskum sið með sleik... nei grííííín....
p.p.s. þetta blogg og allt blogg septembermánaðar er tileinkað hinni undurfögru og himnesku gyðju betu sem nú býr í usa.
gestabók

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ hæ, já kemur ekki á óvart að þú sért hin margfræga mastertala 11, tilfinningarflóðið og tjáningarmátin eftir því, en nei ég þekki þig ekki bofs ha ha, leiðin mín á síðuna lá í gegnum google, flétti upp orðinu "ástarsorg" og upp kom gangstéttarbrúnin sem þú hefur svo oft hnotið um, þannig hófst minn göngutúr upp og niður tilfinninga skóginn hjá þér, las allt sem í boði var og hafið gaman af. Mér þykir svo vænt um að þú sért aftur að finna ástina því hún skiptir þína leitandi sál svo miklu máli, ég varð því glaður að sjá síðustu færslu. Er sjálfur að ná miklu betri tökum á leitarorðinu fyrrnefnda. Þetta passar nú líka frekar vel, þú ert á ári níu og því að ljúka ákveðnum ferli í lífinu, á næsta ári hefst því algerlega nýtt tímbil í þínu lífi. Til gamans má geta að ágúst mánuður var 8 hjá þér eða uppskerutíðin mikla ! Til hamingju með það,,, farðu vel með þig og dragðu andan djúpt ef þú hefur náð ákveðnum takmörkum núna ! settu síðan markmið fyrir næsta tímabil ;)
ps ekki tala svona illa um bisness menn ;)

Nafnlaus sagði...

o takk elsku tinna drottningin min. sakna lika litla heliumkutsins og teiknimyndakjolanna thinna. amerika knockes the wind out of me. sakna heimkynnanna.