ég er alveg ofboðslega þreytt í dag. mig langar alveg ofboðslega að fara heim eftir vinnu að sofa. þegar ég hef snúið rúminu mínu...
á sunnudaginn eftir vinnu fór ég lallandi heim. klukkan var alveg að verða hálf 23 og ég hugði mér gott til glóðarinnir að kúra undir teppi með kvöldrettunni. kannski kíkja á einhverja skandinavíska kvikmynd á rúv eins og hjá þeim rúvverjum tíðkast að sýna á sunudagskvöldum. en þá var bara þessi fjárans kvikmynd, bowling for columbine í sjónvarpinu. ekki að það sé ekki framúrskarandi heimildarmynd sem sýnir manninn eins og hann er heldur var ég augljóslega búin að gleyma áhrifunum sem hún hafði á mig þegar ég sá hana í bíó á sínum tíma. og djöfullinn hafi það! eftir smástund var mér farið að líða óskaplega illa. ég ákvað að láta staðar numið og fara bara að sofa enda tárin byrjuð að leka. en ég bara gat ekki slitið mig frá og að endingu stóð ég hágrenjandi með tannkremið og tannburstann lekandi úr munnvikunum á mér þegar það var sýnt þar sem piltarnir æða um allan skólann þarna í littleton og skjóta allt og alla. þvílík skelfing. ef það er eitthvað sem lætur mann missa trúna á mannkynið þá er það þessi mynd. ekki tók svo betra við í bólinu og hér á eftir kemur ekki saga um dugleysi mannsins míns. heldur er það þessi bók sem ég er að lesa. og ekki get ég látið hana frá mér frekar en ég gat hætt að horfa á þessa mynd þarna. þetta eru bara hryllilegar frásagnir kvenna sem hafa endað í fangelsi eiginlega eingöngu fyrir tilstuðlan óréttlætis lífsins. æ mig auma... ef það er ekki dramantík í mínu eigins lífi þá leita ég hana bara uppi annarsstaðar. ég hlýt að vera einhversskonar kisti...
muna: fock með sirrý á morgun: fólk með félagsfælni: símafóbía
see ya!
gestabók
þriðjudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli