miðvikudagur

hef komist að því að munnur minn er beitt sverð. ég gleymi mér nefnilega stundum og tala of mikið. ekki þá mikið í merkingunni mikið magn heldur tala ég af mér. enn og aftur, ég skil ekki alveg leyndarmál. eða öllu heldur þá hef ég ekki sans fyrir því hvað á að vera leyndarmál og hvað ekki. vissulega þegi ég yfir stórfréttum eða litlum sem mér eru sagðar í trúnaði en stundum þegar mér er sagt eitthvað sem mér finnst vera afskaplega ómerkilegt og ekki er ítrekað við mig að þegja yfir því eru allar líkur á því að ég tali um það við einhvern annan. kannski minnist ég á það hlæjandi í gríni eða bara gleymi því. svo ómerkilegar þykja mér þannig sögur. og maður í einlægni sinni gerir þau heiftarlegu mistök að segja manneskju þessar ómerkilegu upplýsingar af því að ekki hvarflar að manni að nokkrum öðrum geti þótt vert að tala um þetta. en svo er nú aldeilis ekki. fólki tekst að snúa útúr öllu, misskilja, rangtúlka og svo andskotast til að blaðra sinni útgáfu út um allt. sumt fólk virðist njóta sín best þegar það hefur sögur sem eru 1/5 upprunalega sagan til að segja öðrum. þetta fólk á svo ömurlegt líf og bera heitið slúðrarar. ótrúlegt að maður geti ekki í sakleysi sínu rætt málefni líðandi stundar án þess að svona pöddur geri leiðindi úr því.
þegar ég kom heim í gær úr lítilli kaffihúsaferð með þorra og þrándi gekk ég í breytingar inni í svefnherbergi. ég er tilbúin til að reyna allt til að losna við myrkfælnina. ég snéri öllu svefnherberginu við og færði rúmið um set. en þegar öllu var á botninn hvolft var þetta svo hundljótt að ég skal þola hvaða illu öfl sem sveima þarna um herbergið mitt frekar en að horfa á þessa sjónmengun. að endingu svaf ég bara með kveikt á litla hjartalampanum sem bibbert gaf mér eitt sinn. það var líka sérdeilis rómantísk og rauð birta í herberginu mínu í alla nótt. nú þarf ég bara að fara að ala hana páku upp sem heldur fyrir mér vöku hálfa nóttina með óþekkt. ef það eru ekki draugarnir þá eru það börnin...
jæja jæja. það lítur út fyrir að illgresi sé komið með húsnæði. jibbííííí!
ég vil líka tileinka blogg dagsins rúnari sem er kærasti birtu besta skinns. hann vann nefnilega verðlaunin fyrir bestu heimildarmyndina á nordisk panorama í gær. til lykke ranúr! hann lengi lifi, húrra húrra húrrrrrrrraaaaaaa!
see ya!


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...bestu stuttmyndina elskan, leiðrétta dúfan mín! bestu stuttmyndina!
Hlakka geggjað til að sjá ykkur Brynsí á MIÐVIKUDAGINN, ég lendi klukkan 21:50 á flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík.
Eitthvað sérstakt sem þú óskar þér frá henni Kaupmannahöfn???
Ble:Bi.