þriðjudagur

ég fór með mömmu á terminal í bíó í gær. með eindæmum væmin mynd og oft á köflum langdregin. en ég er auðvitað svo viðkvæm, a.m.k. samkvæmt starfsfélaga mínum að ég fékk tár í augun allavega þrisvar sinnum. ég skil ekki hvernig hægt er að gráta yfir mynd sem að manni finnst ekkert sérstök... ég þorði ekki að biðja mömmu um pening af því að ég veit ekki af hverju en mér finnst það jafnframt barnalegt og ég er að reyna að vera minn eigins herra og sjá um mín mál sjálf. þ.e. redda mér úr peningavandræðum án þess að biðja mömmu um hjálp. ég er líka í þessum endalausa prósess að að reyna að skera á naflastrenginn eins og þeir kalla það. en svo í morgun fékk ég afbragðs hugmynd. ég hringdi í mömmu og bað hana um pening en í staðinn gæti ég skrifað á mig blöð og bækur fyrir hana. þarna sjáiði! minn eigins herra, reddar sér úr skíta bælinu sjálf. eða svona 80%...
ég var glöð þegar ég kom úr bíóinu því ég hafði tíma til að hreinsa aðeins til í club luv og mikið er ég hrifin af einveru. ég hefði átt að fæðast á eyðieyju... ég brá mér líka í brennheita sturtu og fór að hugsa um sorg og grát. ég hugsa alltaf mjög mikið í einveru. aðallega þó af því að mér var skapi næst að grenja því ég er með svo mikið hárlos. það sést sérlega vel þegar ég er að þvo mér um hárið og skola sápuna úr. ég get svo svarið það að það fer önnur kolla niður í niðurfallið. en í þessum þönkum komst ég að þeirri niðurstöðu að grátur í sturtu er hinn ákjósanlegasti. það er í fyrsta lagi mjög dramatískt og yfirgegnilega sorglegt að standa einn í sturtu, allsber og gráta. og enn áhrifameira er að liggja í sturtunni, allsber og gráta. svo þarf ekki að hafa áhyggjur af lekandi maskara og ef það vill svo til að maður er ekki einn í sturtunni þá sést ekkert að maður sé að gráta því að maður er hvort sem er allur blautur í framan! ég er ótrúlegur snillingur...


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey, Ég hef séð þig spreyja á þér hárið, ég endaði með að þurfa að kasta mér á gólfið þar sem enn var eftir smá súrefni og skríða fram á gang með andköfum. Þegar þú hafðir tæmt úr brúsanum komstu og reystir mig upp skælbrosandi og sæt, tilbúin á djammið með hárið beinstíft út í loftið eins og kandíflos með lakkrísbragði....ekki furða að þú sért með hárlos elskan!
.....sakna þín Bi.