þriðjudagur

ég er dáldið að vonast eftir því að komast yfir lagið sem er í nýju umferðarstofu auglýsingunni. það er óskaplega falleg útgáfa af somewhere over the rainbow...
eftir öll tárin í sturtunni í gær settist ég niður í flónel náttfötunum mínum með tiger munstrinu og horfði á survivor. ég er alveg öldungis óhress með þessa kynjaskiptingu þar. konur vs. menn er glatað og totally five minutes ago. úrelt! og hvað er þessi gaur með gervifótinn að gera þarna? díses! ég er ekki fasisti og ég trúi því að allir eigi rétt á sömu möguleikunum og lífsins gæðum en mér finnst þetta samt viðbjóður. bara af því að þetta er reality show þurfa þeir ekki endilega að dúndra yfir mann hræðilegum raunveruleikanum með limlestum manni. þetta gerði ekkert nema að framkalla hryllilegan aulahroll í hvurt skipti sem að ég sá vesalings manninn. eins og í þrautinni. mér rann nú bara kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann var að reyna að halda jafnvægi og komast yfir þessa slá þarna. hvað ef hann hefði ekki hert skrúfurnar nóg eða hvað það nú er sem heldur gervilimum á stubbum. gervifóturinn hefði getað hrokkið af og hann staðið þarna á einum fæti og stubbnum. líklega grátandi af blygðun og skömm. viðbjóður, alveg eins og að fara í leikhús. nákvæmlega sama tilfinningin allan tímann. jesús minn, þetta var seinasti survivor sem ég horfi á í vetur.
ég hef pantað pláss fyrir mig og bibbs í hvalaskoðun 2. október. þeir sem hata mig geta skotið tundurdufli í bátinn eldingu eftir kl. 13 þann sama dag.
see ya!
gestabók


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á lagið á cd með hawaiiíska söngvaranum Israel Kamakawiwo'ole, láttu vita ef þú vilt nálgast það! Og takk f. ferðalagið um daginn, það var snilld :)
Auður Rán (audurran@hotmail.com).