jæj... góðan dag. ég var í angist í gær og afskaplega ástleitin við nýju tölvuna mína. þar af leiðandi fór ég seint að sofa og þar af leiðandi er ég úrill og með skítugt hár í dag. eini gallinn við að vera ástfanginn er að maður þarf og vill oft gista með ástinni sinni. og þá einmitt fer maður líka oft seint að sofa. ég hef undanfarið eytt nóttum mínum hjá hr. tinnu því hann sá sér ekki fært um að þrífa heima hjá sér öðruvísi en það sé í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð og því þarf hann að sinna því á síðkvöldum svo ekki verði áhangendurnir fyrir vonbrigðum. mér finnst það gaman. ég er svo óskaplega skotin í honum og hann er besti vinur minn líka þannig að ég er engu að tapa nema.... ég fer seint að sofa, er með skítugt hár, alltaf í sömu fötunum og allt draslið sem pjattrófan ég þarf á degi hverjum í poka. ofan í þennan poka hefur svo bæst við heil tölva. og ég get ekki sinnt heimilistörfunum og þess vegna eru risastórar rykrottur á gólfinu heima, súr tuska og hálfþornaður þvottur í þvottavélinni. það er samt eitthvað svo rómantískt við þetta allt saman... ég ætla samt að taka málið föstum tökum í dag og halda til heima fyrir í kvöld. baða líkamann og hengja upp þvottinn...
eruði búin að kíkja á sýninguna mína og okkar í illgresi? opnunin var seinasta laugardag og mætingin olli mér ekki vonbrigðum. það sem olli mér hins vegar vonbrigðum var áhugaleysi og framtaksleysi nokkurra illgresja auk þess sem mér finnst ég ekki hafa fengið nægilegt kredit fyrir þessa sýningu ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin og egósentrísk. en það er víst við slæma fréttamennsku að sakast þar...
see ya!
gestabók & jólaóskalisti 2004
1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. flíspeysa, bleik eða svört
4. diktafónn
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus
12. lækningu við sóríasis
13. fer?ðageislaspilara með hristivörn og góð heyrnatól
14. kreprúmföt
15. fótsíðan frottenáttslopp með hettu
16. kisu pipar og saltkvarnirnar úr pipar og salt
17. kisusvuntuna úr pipar og salt
18. ljósmyndabókin portraits eftir helmut newton
19. bókin 1001 movies you must see before you die
miðvikudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli