eftir nokkrar klukkustundir verð ég 26 ára en ekki 27 eins og ég var sannfærð um í dálitla stund í dag. þ.e. þangað til að urður benti mér á staðreyndir málsins. þetta er eins og árið sem ég var 22 ára en hélt allan tímann að ég væri 21. ákaflega furðulegt sindróm og óútskýranlegt með öllu þar sem að það sveiflast í báðar áttir. ýmist of gömul eða of ung... ég vona heitt og innilega að afmælisdagurinn verði góður og það rigni ekki mikið. ef ykkur langar svo kannski í góðmennsku ykkar að óska mér til hamó með amó bendi ég á commentin þar sem að gestabókin er andsetinn af mjög klámfenginni julie xxx.
nágrannar mínir fara óstjórnlega í taugarnar á mér. reyndar ekki unglingarnir lengur. þau hafa að mestu haldið sig á mottunni síðan ég benti þeim góðlátlega á ónæðið sem þeim fylgdi. mér finnast unglingar sérstaklega leiðinlegt fólk. ég fyllist oft æluþörf þegar ég fylgist með þeim útundan mér. en svona var ég einu sinni. hávær með gorgeir. er það reyndar enn, en kannski á annan hátt. en þetta með nágrannana... jú, unglingarnir hafa hagað sér vel fyrir utan einstaka, það sem ég vil kalla "indie-outburst". þá hækkar skyndilega í græjunum þeirra, meira en góðu hófi gegnir og stelpukindin orgar og gargar. skil það ekki. hins vegar eru það kynvilltu nágrannakonurnar mínar sem eru að angra mig núna. ég nota hér kynvilltu í algjöru gamni enda er ég sjálf þekkt fyrir slíkan sóðaskap og mun væntanlega aldrei læknast. en þessar ágætu lesbíur reka gistiheimili í húsinu mínu. ekkert út á það að setja nema bara að mér finnst að þær mættu aðeins vanda sig betur í gestavalinu. það koma t.d. margir túristar og gista hér sem hafa keypt sér svona "dirty weekend" pakka. og nú er einn slíkur hópur hérna í húsinu. það er mikið ónæði í þeim öll kvöld og allar nætur. ég er viss um að þeir séu velskir. tali með ofboðslega óskiljanlegum hreim og gangi um allt nærbuxnalausir. andskotans viðbjóður. þeir virðast gera mikið af því að hlaupa um alla íbúðina öskrandi og hlæjandi. þetta eru kannski einhver velsk drykkjulæti. en þetta pirrar litla þjóðverjann mig undursamlega mikið. ég eyddi t.d. all löngum tíma á internetinu í dag í leit að einhverjum fjölbýlishúsalögum. ég sá fyrir mér einhverjar gloríur þar sem að ég myndi finna þessi fjölbýlishúsalög sem væru öll að sjálfsögðu eins og sköpuð fyrir mig. þá myndi ég prenta þau út, eitt á ensku fyrir gistihúsalesbíurnar til að hafa plastað á gistiheimilisborðinu fyrir gestina að lesa og FARA EFTIR. síðan færi ég sérstaklega ofan í stafina sem segðu fyrir um tímasetningar o.þ.h. með gulum yfirstrikunarpenna. að endingu léti ég þetta svo ofan í alla póstkassana heima og yrði titluð hetja. í fyrsta lagi fann ég engin fjölbýlishúsalög og í öðru lagi myndi ég örugglega ekki þora svona hernaði að fara að láta þetta ofan í póstkassana hjá öllum, hvað þá eftir að vera búin að krota í það með gulum penna. ég þori heldur ekki að banka hjá lebjunum, hef gert það einu sinni og finnst bara að þær ættu að hundskast til að gera eitthvað í málinu sjálfar. ohhhhhh.... ég heyri í þeim núna. ég gæti náttúrulega bara farið niður og lumbrað á þeim. djöfuls velsku graðhestar.
jæja, það stýrir nú ekki góðri lukku að vera að pirra sig svona rétt fyrir háttinn. hafið það gott elskurnar :*
gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síðan frottenáttslopp með hettu
7. föt úr marimekko
8. ljósmyndabækur
9. allt sem ég er búin að taka frá í pennanum en hef aldrei efni á að kaupa
þriðjudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Elsku Tinna! Julie hleypti mér alls ekki inn í Gestabókina...þannig að þú færð ástar- og afmæliskveðjur hér í þessu fína commentakerfi...til lukku með daginn skvís :) Þín,Svanhildur
..hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæliiii húúún Tinnnaaaa....hún á afmæliii í dag..hún er 26 ára í dag (eða var það 27 ??), hún er 26 ára í dag (ég er alveg viss um að það var 27..)...hún er 26 ááára hún Tinnaaaaa...hún er 26 ára í daaaaaaaag....veiiiiii!!
...til lukku með daginn litla dýr!!..maður er bara farinn að syngja á almanna fyrir þig *glott*..njóttu dagsins!!
Urðzið
I would like to exchange links with your site kirasu.blogspot.com
Is this possible?
Skrifa ummæli