þriðjudagur

komiði sæl,
það er óhjákvæmilegt en jafnframt mikið tilhlökkunarefni að á morgun á ég afmæli og verð að öllum líkindum 2og6 ára. ef ekki verði ég fyrir vörubíl í kvöld og dey.

áreiðanleg áhyggjuefni:

ég dett fram fyrir mig og næ ekki að bera fyrir mig hendur og lendi þar af leiðandi á andlitinu og brýt í mér allar tennurnar.

ég er að labba yfir miklubrautina og "out of nowhere" kemur 18 hjóla trukkur og keyrir á mig.

ég mun vera þunglynd að EILÍFU!

ég get ekki átt börn.

ég verð offitusjúklingur.

ég verð áfengissjúklingur.

ég mun aldrei geta verið allsber.

vinir mínir gefast upp á mér.

pabbi minn deyr og ég les um það í blaðinu af því að það gleymdist að láta mig vita.

ég vakna einn morguninn með blettaskalla.

vinir mínir gleyma afmælinu mínu.

það kviknar í og páka brennur inni.

o.s.frv........

áreiðanleg vonbrigði:

það er alltaf vont veður á afmælisdaginn minn.

ég á enga peninga (áreiðanlegustu vonbrigðin af öllum vonbrigðum).

hvaða hvaða. mér finnst mikilvægt að leggja áherslu á að ég ER og mun ALLTAF vera einstaklega dramantísk persóna í þessu lífsins leikriti. ég ýki allt með leikrænum tilburðum og er mjög kaldhæðin. hafið það bara á bakvið eyrað þegar þið veltið fyrir ykkur af hverju í ósköpunum þið elskið mig.
en jú, ég á afmæli á morgun og mér finnst það dásamlegt og í kvöld ætla ég að baka köku fyrir samstarfskonur mínar.
veriði bless... ef þið vaknið í nótt með andfælum kl. 5:41 þá er það af því að heimurinn er að hristast því þá verða akkúrat 26 ár síðan tinna fæddist.
see ya!

gestabók & afmælisóskalisti
1. bleikur mini i - pod
2. flugmiði til kaupmannahafnar
3. brjóstahaldarar
4. heimsfriður
5. emily strange veski
6. síðan frottenáttslopp með hettu

Engin ummæli: