jæja!
eftir rúman klukkutíma verð ég í vinnunni. núna hins vegar sit ég á náttfötunum að drekka kaffi og reykja morgunretturnar í fleirtölu. ég er ekki hress og ég svaf mjög illa. ég hata að sofa illa, ekki bara af augljósum ástæðum heldur lifi ég í stöðugum ótta og sannfæringu um að ef það er eitthvað sem getur rænt mann vitinu þá er það svefnleysi. auk þess eyddi ég bróðurpartinum af nóttinni í kvíðakasti yfir framtíðinni. og ég er að fá unglingakýli undir nefið. örugglega af því að í gær tók ég smá stund til að baktala unglinga. the devil knows it´s true....
by!
gestabók
laugardagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli