mánudagur

allt er svart í dag því ég er föst í svartholi. þar er ég búin að vera síðan á laugardaginn. ég næ ekki að toga mig upp úr svartholinu þó ég sjái yfir brúnina af því að brúnin er hnífur svo hárbeittur að hann sker mig til blóðs ef ég reyni að klifra upp. afdrepið, heimilið mitt er það eina sem ég leyfi að umlykja mig svo að ég þurfi ekki að horfa framan í alla með uppgerð af því að hitt er of mikið fyrir þau... hvenær hættir þetta? hvenær fæ ég frið? ég vildi að ég lægi undir sænginni minni í blárri birtunni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

elsku tinna. ég vildi óska þess að þú fyndir fyrir straumunum sem ég hef sent þér síðustu daga. þú ert með stærsta hjarta í heimi og þú átt allt það besta skilið. ég vona að þér líði betur bráðum. það þykir agalega mörgum óstjórnlega vænt um þig og sérstaklega mér því þú hefur verið mér svo góð. mér líður vel út af þér. takk fyrir mig.
beta