miðvikudagur

jæja...
ég keypti mér 10 - miða passa á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina og eyddi nokkurn veginn seinustu aurunum í það. en sjaldan hefur fé verið betur varið á mínum bæ. ég hlakka svo til að ég gæti gubbað og á föstudaginn byrjar prógrammið. ég fór yfir allar myndirnar og af þessum 65 sem eru í boði blóðlangaði mig allra mest á einar 18. en fjárhagslega séð þurfti ég að sigta þessar 18 niður í 10 og ég er bara nokkuð sátt við það. og þetta eru sumsé myndirnar sem ég ætla að sjá í þessari röð:

kinsey
garden state
downfall
i heart huckabees
what the bleep do we know
vera drake
the woodsman
education of shelby knox
darkness
melinda & melinda

og ég ætla svo að blogga mínar skoðanir eftir hverja mynd um hverja mynd. það verður farið í bíó 7 daga í röð, eins dags pása og svo 3 daga í röð. úff! þetta verður kærkominn raunveruleikaflótti eftir þetta helvíska þunglyndi sem er búið að vera í gangi.
sjáumst!
p.s. nýja konan í lífi mínu er dita von teese...

1 ummæli:

gulli sagði...

ég fæ kannski að kíkja með þér á svosem eina bíómynd, ef þér skyldi vanta einhvern félagsskap. ég hef gasalega gaman af svona kvikmyndum