föstudagur

að sjálfsögðu er ekki hægt að stóla á íslenskt skipulag eða upplýsingar frekar en neitt annað. flettandi morgunblaðinu rakst ég á að sýningartími bíóhúsanna á myndunum sem eru á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni er allt annar en sá sem auglýstur er á heimasíðu hátíðarinnar. og þegar ég innti fólk eftir uppýsingum benti hver og einn á einhvern annann. þetta er afar erfitt fyrir mig. ég er að fara á taugum útaf þessu. mér þykir mjög miður ef bíóplanið sem ég eyddi heillri kaffipásu í að samræma og fullkomna fer út um þúfur og ég þarf að renna blint í sjóinn. eitthvað inni í mér þolir það illa, ætli það sé þýska genið?
en að léttara hjali... ég gleymdi víst að tilkynna ykkur að ég hef verið formlega samþykkt og boðin velkominn í háskólann í haust að takast á við masterinn í bókmenntafræði. fékk bréf þess efnis á þriðjudaginn s.l. það er talsvert gleðiefni fyrir utan 45 þúsund krónurnar sem ég þarf að borga í staðfestingargjald næstu mánaðarmót. en það er lítið gjald fyrir gáfurnar mínar sem munu nú fá að njóta sín.
ég ætla svo að segja ykkur að stóra systir mín er yndisleg kona. öllum ætti að vera gefin ein svoleiðis í vöggugjöf.
p.s. ég er komin með netið. jibbí!
see ya!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með Háskólann

það er gaman að vera í háskóla

svona yfirleitt

eða eitthvað

jájá