föstudagur

úff! ég varð óvart tipsí með hálsbólgu. ég er tipsí núna. ég fékk mér einn bjór og þarna sjáiði hvaða áhrif það hefur, ég verð strax drukkin. abblabblabb...
en ég var hér í tipsínessinu að renna augum yfir skrif seinustu daga og rak þá augun í að einhverjir tveir, hjördís og ágúst borgþór, sem ég veit ekkert hver eru, afsakið, höfðu kommentað á hitlersfærsluna mína. en ég kýs að kalla færsluna það, þar sem ég argaðist yfir hitler eftir að hafa séð kvikmyndina downfall. mér fannst fallegra það sem hjördís skrifaði en ágúst borgþór fann sig augljóslega knúinn til að leiðrétta barnalegan hugsunarhátt minn. þess þarf nú stundum svo ég hef ekkert yfir því að kvarta. annars, ykkur að segja, getur það vel verið að rússar hafi verið manna vondastir þarna í denn, en það sem aðallega angraði mig eftir myndina downfall var endirinn. þar er innskot úr viðtali og heimildarmynd sem gerð var um ritarann hans hitlers og sem myndin downfall er byggð á. þar segir hún sjálf, ég held hún hafi heitið traudel eða traudl... kann ekki að skrifa það þó svo að þýskt blóð renni mér um æðar. þá segir þessi ágæta kona að í raun og veru hafi þau bara verið að fylgja hitler í blindni. enginn hafi aksúelt kynnt sér um hvað allt málið snérist, hvort gyðingarnir ættu þessar ofsóknir í raun og veru skilið o.s.frv. þetta var múgsefjun, hrein og tær múgsefjun. heimska heimska heimska og fáfræði. mig varðar ekkert um það hvort rússarnir hafi verið morðóðir nauðgarar gústi boggi minn. æj æj, bjór andskoti...
ég heyri að nágrannar mínir, hinir margrómuðu unglingar, eru með partý,sem og endranær í vikulok. kannski ég ætti að bregða mér yfir í tipsínessinu og kirsuberjanáttfötunum, með viskírödd og bjóða þeim lífsreynd ráð og blautar sögur...
ég ætla að segja ykkur frá fallegum lögum sem þið ættuð að hlusta á ef ykkur langar til að líða fallega. þau eru:

clair de lune eftir debussy
vincent með don mclean
the ice dance úr edward scissorhands

þetta eru óskaplega falleg lög. mig dreymir um að þegar og ef ég og bibbert giftum okkur muni the ice dance hljóma þegar ég geng inn kirkjugólfið í hallgrímskirju. þar langar mig til að giftast. og um leið læðist inn slæða af birtu í gegnum kirkjugluggana sem sveipar allt fallegu ljósi og maður sér rykagnirnar fljúga í loftinu eins og litla engla eða ljós-flugur. mikið er ég væmin í tipsíinu...
edward scissorhands var góður og vildi vera góður við alla. en hann gat það ekki útaf höndunum á sér sem voru eins og skæri og skáru alla ef hann reyndi að nálgast þá. þess vegna héldu allir að hann væri vondur. greyið hann edward. hann var samt góður í hárgreiðslunni...
þegar ég kom heim í dag var ég dáldið æst í að komst í póstkssann því ég á von á bréfi frá tollinum þar sem að hann tilkynnir mér að ég eigi hjá þeim böggul. í þessum böggli er emily strange, rautt með hvítum röndum minipils, emily strange, rauð með hvítum röndum peysa með hnöppum sem eru eins og kisuhausar, emily strange naríur, 3 í pakka, veski sem er eins og kisuhaus í laginu, plakat með emily strange og límmiðar. jibbíííííí! en það var ekki í póstkassanum. heldur var eitthvað sem líktist boðskorti í brúðkaup og ég fékk sting í magann. nei, ég meina í alvöru... það eru allir að eignast börn og þá er bara eftir að gifta sig. hvað átti ég að halda? en þetta var, eins og ég sá mér til mikillir ánægju þegar ég opnaði bréfið, reunion tilkynning. 10 ára reunion!!! takk fyrir takk!!!!!!! það er sumsé reunion hjá austurbæjarskóla í maí. ég var í austurbæjarskóla en hætti reyndar eftir 7. bekk og flutti í það helvíska skítapleis sem mosfellsbær er og ég mun aldrei minnast öðruvísi en sem helvíti á jörðu og heimili andskotans, fyrrverandi stjúppabba míns. ef það væri ekki fyrir birtu mína sem ég kynntist í mosó hefði ég ALLS EKKERT GOTT um mósó að segja. en allavega... þé tilheyri ég samt sem áður 79 árganginum og mér þótti nú undurvænt um að þessir krakkar sem eru að skipuleggja þetta skyldu muna eftir mér. fyrst tók ég þessu öllu saman af ákaflega tinnískri neikvæðni og hugsaði mér dauða fyrr en ég færi að mæta á þetta ansans reunion. en eftir stutta stund fór ég að finna fyrir tilhlökkunarkitli í mallanum sem ágerðist bara. þetta hlýtur að þýða að geðlæknirinn er að borga sig... og núna get ég varla beðið. djöfull verður hressandi að hitta þessa krakka sem maður steig fyrstu skrefin í átt til kynþroska með. jahá!!!!!
he needs me, he needs me, he needs me... yes he does...
góða nótt hjörtun mín, ég er farin að láta renna af mér. ég vona að mamma lesi þetta ekki. ansans blogg. ansans heimir, nei! ég meina heimur... see ya!

4 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Ég hef ekki séð þetta athyglisverðu mynd og ekki ætla ég að afsaka Hitler og hans hyski. Ennþá síður var ég að leiðrétta einhvern meintan barnaskap. Ég kom bara með þetta innlegg: Það var full ástæða til að óttast Rússana. Þeir voru morðhundar og skelfilegir nauðgarar eins og fram kemur í nýlega útgefinni bók hér á landi: Dagbók Berlínarkonu. - Ég veit líka að þetta var ekki punkturinn sem þú varst að leggja áherslu heldur aukaatriði í færslunni. Góðar stundir.

Ágúst Borgþór sagði...

"þetta athyglisverðu mynd" átti auðvitað að vera "þessa athyglisverðu mynd". Eflaust eru fleiri villur. Bless.

Tinna Kirsuber sagði...

hver er þessi ágúst borgþór? eníveis... ég var tipsí í gær, afsakið að ég missti stjórn á mér. takk fyrir gott innlegg kallinn minn!

Nafnlaus sagði...

Hi there. Do you know of other sites like this one (outdoor ice skating) where I can meet other people interested in outdoor ice skating?
Many thanks