mánudagur

ughhhh... mánudagur... ughhhh. gluði sé lof að það er frí á fimmtudaginn, annars væri ég í enn meiri angistarkasti. ég er líka ofboðslega sybbin því ég og bibbert vorum að hlæja til 2 í nótt. þetta eru myndirnar í þessari röð sem ég er búin að sjá á filmhátíðinni, fór á þrjár um helgina:

garden state
kinsey
downfall
i heart huckabees
the woodsman
education of shelby knox
vera drake
darkness

ég er hrædd um að garden state sé komin með keppinaut um kirsuberið (verðlaunin sem besta myndin að mínu mati hlýtur). það er education of shelby knox, sá hana á laugardaginn. mikið svakalega er það góð mynd. ég mun kannski tala um hana betur síðar. eina málið er að hún er heimildarmynd en garden state skáldskapur. svo þær eru nú kannski ekki alveg keppnishæfar við hvor aðra. en ég sé til... en svo verð ég að segja ykkur að darkness er frekar sigurstrangleg með að hljóta rúsínuna (skammarverdlaun sem versta myndin hlýtur). ég og gulli fórum á hana í gær og þetta er án efa ein ömurlegasta mynd sem ég hef á ævinni séð. allavegana pottþétt sú verst leikna sem ég hef nokkurn tímann augum borið. ég vara ykkur við: ekki sjá darkness! í öllum bænum...
hann gulli minn á afmæli á morgun...
see ya!

Engin ummæli: