mánudagur

mér finnast rithöfundar á íslandi margir hverjir mjög tilgerðarlegir. sérstaklega ung-rithöfundar. kannski er það öfund af því að enn hef ég ekki getað lagt drög að nóbelsverkinu mínu. það er bara einhver kotbóndalykt af þessu öllu saman. máske mun mastersritgerðin mín í bókmenntafræðinni verða fyrsta bókin mín. það væri nú ansi sniðugt. rithöfundar hafa sama tendensa og alþingismenn. það er að slá um sig flóknum lýsingarorðum og alhæfa sérstaklega mikið. ef svo fólk rekst á vegg er afar áhrifamikið að ganga bara út úr herbergi.
en ég er annars orðin dulítið sybbin og jafnvel með óráði. enda komin nótt. á morgun fer ég út að eta með móður minni því hún verður utan á afmælisdaginn sinn, 29. apríl. þetta verður þess vegna snemmbúin afmælismáltíð.
látum þar við sitja...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hihihi...sammála. en samt hef ég bara hitt kokkí og háværa karlkyns ungrithöfunda.
bets

Nafnlaus sagði...

Ég er mjög sammála. Ég held það ríki einhver tíska á meðal ungskálda. Ég var á upplestri ungskálda um daginn þar sem þau lásu úr eigin verkum. Mér blöskraði þegar ég heyrði að þau lásu öll eins. Með engum blæbrigðum og án þess að hika við kommu eða punkt, þau romsuðu þessu öll út úr sér mjög mónótónískt með skítugt hárið, ákaflega hokin í líkamsburði og ýmist drukkin eða timbruð. Ég stórskemmti mér nú samt yfir þessu tilgerðarlega
fa(r)si!
Bitra.

Heiða sagði...

Er í alvöru talið skáldalegt að vera með skítugt hár?