fimmtudagur

gleðilegt sumar!
mér sýnist þó á þessum morgni þegar ég horfi út um gluggann að þetta vor sem var í gær sé búið. himininn er grár og nokkrir dropar læðast úr skýjunum. hvað um það, ég hef reynt að halda því viðhorfi gegnum gangandi að veðrið eigi ekki að stjórna minni lund. reynist þó erfitt oft á tíðum þar sem að ég þjáist af miklu skammdegisþunglyndi á veturna. en allt er betra en eylífa myrkrið svo ég læt ekki ljósgráan himinn á vormorgni slá mig útaf laginu.
þessi eini bjór sem ég drakk í gærkveldi og gerði mig drukkna fram eftir öllu er nú að blómstra af ákefð í hausnumá mér með tilheyrandi stingandi höfuðverk. og sígarettan sem ég hlakkaði svo til að reykja með kaffinu færir mér engan unað þar sem að þessi hálsbólga sem ég er búin að vera með seinustu vikuna virðist ekkert ætla að skána. ekki misskilja mig samt, ég er alveg ágætlega hress í dag og hlakka til sumarsins. ég er að hugsa um að halda skrá yfir allar góðar fréttir sem ég fæ frá deginum í dag svo að ef lundin byrjar eitthvað að síga í sumar get ég flett þessum góðu fréttum upp og upplifað gleðina sem þær færðu mér á ný. til dæmis er ég búin að fá eina góða frétt í dag. það er komin út ný emily strange bók. emily´s good nightmares. og ég ætla svo sannarlega að festa kaup í henni um leið og fjárhagurinn leyfir. ég get ekki beðið. það er gleðiefni. og svo fóru mamma og pabbi út í morgun sem þýðir að ég fæ tvö karton þegar þau koma heim. það er gleðiefni fyrir reykingarmanneskju.
ég er með dálitlar áhyggjur útaf þessum nýja páfa. mér líst ekkert á hann. hann virðist vera enn íhaldssamari og strangtrúaðri en þessi ný-dauði. ég og birta veltum því fyrir okkur hvers vegna að hann valdi ekki bara nafnið lúsífer eða hitler. hann er nú einu sinni þýskur. ég þakka bara gluði fyrir að ég er ekki samkynhneigð skuggabjalla með alnæmi í róm núna eins og birta orðaði það. maður yrði bara grýttur í næsta húsasundi. þessi benedikt xvi fordæmir hversu frjálslynd kaþólska kirkjan er orðin. jerimías minn eini! ef honum finnst þetta frjálslynt þá óar mig við tilhugsuninni um hvernig hann vill hafa hlutina. skrýtið hvernig þjóðir sem lifa á sömu tímum og við geta verið á svona öndverðu meiði í hugsunarhætti og þróun samfélagsins. ég nenni ekki einu sinni að vera með einhverjar yfirlýsingar um það að við séum öll jöfn. samkynhneigðir, gagnkynhneigðir, svartir, hvítir, rauðir, gulir, með alnæmi eða hvítblæði, sjónskekkju og þar fram eftir götunum. við erum öll þessa heims börn. það veit hver heilvita manneskja. fólkið þarna ætti kannski frekar að skoða hvers vegna svo margir kaþólskir prestar girnast börn. þeir réttlæta það kannski fyrir sér með því að halda því fram að börn séu sakleysið. ughh! viðbjóður, ég er alveg að fara að selja upp við tilhugsunina um þetta allt. ansans! ég ætla að hætta að hugsa um þetta áður en dagurinn eyðileggst gersamlega.
mig dreymdi í nótt að ég væri að reyna að komast frá hópi af fólki sem ég fann að var vont. það skrýtna var að þetta var allt meira og minna allir sem mér þykir vænt um utan draumanna. ég var föst í húsi sem var eins og spítali eða elliheimili. endalausir hvítir gangar og flísalagðar setsturtur. og úti var stormur, snjóstormur. þetta var einhversstaðar í miðbænum, rétt hjá bergstaðarstræti ef ég man rétt. en svo komst ég burt og út í storminn. en þá uppgötvaði ég að ég hafði gleymt páku minni inni í húsinu. ég vaknaði í angistarkasti en gladdist þegar ég heyrði í henni breima. litla skinnið. ég myndi deyja fyrir kettina mína ef til þess kæmi...
ég er farin að horfa á dvd. vonandi eigiði góðan sumardaginn fyrsta dag.
see ya!

Engin ummæli: