föstudagur

halló krakkar!
bara komið frí aftur. yndislegt! ef frí skyldi þó kalla. brúðkaup á morgun og vinna á sunnudag. ég skal segja ykkur það að ég hef ekki það gaman af fjöldasamkomum að ég líti á þær sem dægradvöl. mér er í raun meinilla við veislur og hverskyns samkomur. það tekur alltaf á fyrir mig að fara í svona boð, þess vegna flokka ég þessa veisluferð okkar "hjóna" á morgun ekki undir frí-katagorinn, heldur vinnu-katagorinn. eða öllu heldur angistar-katagorinn. veislur eru kjörinn völlur fyrir fólk að spyrja mig spurninga sem að mig langar ekki til að svara því að ég veit ekki svörin við þeim. einhverjar fáránlegar spurningar um lífið og framtíðina. og smáspjöll (smalltalk), það er það versta. ég er sérstaklega léleg í þeim. svo léleg að fólk heldur örugglega að ég eigi við einhver geðræn vandamál að stríða þegar ég er í veislum. ég á nú svosum alveg við ágætan skammt af geðrænum vandamálum að stríða, en ekki svo mikið að ég hafi áhuga á því að fólk sjái það utan á mér. smáspjöll eru viðbjóður! tilgerðarleg og alger óþarfi að mínu mati. hvurn andskotann þarf ég að vera að tala við einhvern sem gæti ekki verið minna sama um mig og mitt líf, svo ég tali nú ekki um áhugaleysi mitt á viðkomandi. en það þykir hins vegar hin mesta ósvífni að taka ekki þátt í a.m.k. þremur smáspjöllum í veislum. svo að ef þið hittið mig á morgun, þá verður það ekki ég heldur eitthvert smáspjall-alter-ego sem ég hef skapað til að þrauka þessa brúðkaupsveislu. hmmmm.... en svo er náttúrulega aldrei útséð með mig. viðhorf mitt gæti allt eins hafa kollverpst í fyrramálið og ég mun bara hlakka til að fá að eiga í tilgerðarlegum samtölum við einhverja sem ég þekki ekki neitt. auk þess er það maturinn. ég get alltaf huggað mig við matinn. það er nú iðulega ýmislegt ágætt matarkyns á boðstólnum í brúðkaupum. svo verður líklega áfengi sem þýðir að klukkan sirka sex á morgun verð ég orðin drukkin ef ég þekki mitt hænueðli rétt. líklega á ég bara eftir að enda uppi á borði í karókí, dauðadrukkin að syngja eitthvað fallegt með styx. hrókur alls fagnaðar. eða það gæti farið á hinn veginn og ég endað undir borðinu, dauðadrukkin, allsber og grenjandi, búin að æla á mig alla. maður veit aldrei...
það kom maður í búðina í morgun. blakkur á hörund. það skiptir nú svosum ekki öllu máli hvernig að hann var á litinn en ég ákvað samt að láta það fylgja með. hann talaði ensku með ægilega miklum kambódískum hreim, ímynda ég mér að þessi hreimur hafi verið, og var frekar lágvaxinn. eftir stutta stund fór hann að veita hárinu mínu mikla athygli, ég er byrjuð að venjast því enda lítið annað að gera þegar fólk getur ekki séð mig í friði bara af því að ég er með bleikt hár. og ekki leið á löngu þar til að hann bað um að fá að snerta það, hárið. ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, hvað átti ég að gera, hverju átti ég að svara? en af því að ég var fullviss um að þessar aðstæður yrðu enn neyðarlegri ef ég myndi öskra "NEI!!!!" á hann og segja honum að drullast aftur heim, andskotans pervert, brá ég á það ráð að segja bara já. svo teygði ég hausinn fram og litli blakki maðurinn þreifaði á kúpunni á mér í dágóða stund uns mér fannst nóg komið enda hárið allt farið í eina bendu. þetta hefur líklega komið áhorfendum furðulega fyrir sjónir, ég hefði a.m.k. orðið hissa ef ég hefði séð svona skringilega uppákomu. og svo kvöddumst við bara eins og ekkert hefði í skorist. en núna er ég hins vegar í smá lemmu því ég veit ekki alveg hvort ég eigi að heilsa honum, eins og næst þegar hann kemur í búðina til að kaupa símakort svo hann geti hringt í mömmu sína í kambódíu. ég meina, erum við eitthvað náin núna? er þetta eins og við höfum sofið saman? ég heilsa nú flestum sem ég hef sofið hjá, ekki að það telji einhvern heilan laugaveg af fólki, en þið vitið... ég held að það sé bara best að sjá til, spila þetta bara eftir höfðinu. kannski langar honum ekkert til að heilsa mér næst þegar að hann kemur í búðina og lætur eins og ekkert hafi gerst. eða kannski vill hann bara endurtaka leikinn, tekur kannski með sér ættingja til að leyfa þeim að prófa líka að þukla á bleika hárinu á hvítu stelpunni. maður veit aldrei, þetta er svo torkennileg veröld.
see ya!

Engin ummæli: