laugardagur

af einhverjum ástæðum hefur sá sem ber út morgunblaðið hérna á grettisgötunn ákveðið að ég verðskuldi ekki að vera áskrifandi af helgarblöðunum. þess vegna set ég nú morgunblaðinu stríð á hendur og ætla að hætta að lesa það. það getur þá bara verið í flokki með skeinipappír þjóðfélagsins, dv.
ég skil ekki alveg þetta með feitu konuna sem má ekki ættleiða barn. af myndunum að dæma er hún ekkert óeðlilega feit. og afhverju mega þeir sem reykja ættleiða börn en ekki þeir sem eru aðeins bústnir? það liggur kannski eitthvað meira á bakvið eins og einn sagði mér en við fáum bara fitubollu-útgáfuna af sögunni.

Engin ummæli: