kaffið komið og fyrsta sígarettan reykt.
það gerðist dáldið mjög fallegt í vinnunni í gær... ef það er gott veður þegar ég opna búðina mína á morgnana læt ég póstkortastandana út fyrir svo að túristarnir geti staðið úti og valið sér póstkort. en af því að við búum á íslandi þarf að fylgjast vel með þessum stöndum því að maður veit aldrei hvað getur gerst í veðrinu á íslandi. það gæti allt í einu farið að rigna, snjóa eða þaðan af verra. og í gær gerðist eitt svona veðurrugl allt í einu. það var mjög gott veður þegar að ég lét póstkortastandana út, smá gola og sól. en allt í einu kom ofsavindur með engri viðvörun og einn standurinn fauk um koll. það fuku póstkort með myndum af íslandi bókstaflega út um allt austurstrætið og ég á eftir þeim skrækjandi í móðursýkiskasti. ég byrjaði að tína póstkortin upp en þá fór fólk að bera að úr öllum áttum til að hjálpa mér að tína upp kortin. túristar, íslendingar, börn og gamalmenni, svartir og hvítir. þetta var óskaplega fallegt og væmið. væminn gjörningur. allir að hjálpast að frá öllum heimshornum að tína upp myndir af íslandi. saman í rokinu. það sem á eftir kom var hins vegar ekki alveg jafn fallegt og skemmtilegt. að sortera og raða 1000 eða fleiri póstkortum aftur í póstkortastand er seinlegasta og leiðinlegast verkefni sem ég hef á ævinni fengið í hendurnar. lexía: ekki er hægt að selja póstkort sem að bílar hafa keyrt yfir.
í gær kom enn og aftur kona með dóttur sinni inn í búðina og barnið stóð beint fyrir framan mig með mömmu sinni og benti á mig og sagði: "mamma sjáðu! stelpan er með bleikt hár". eins og að ég væri dýr í búri. ég reiddist og sagði tilbúin í slag við mömmuna: "það er algjör dónaskapur að benda á fólk bara af því að það er ekki eins og þú". það var þögn og ég bjóst við skömmum en þá sagði mamman við stelpuna: "það er rétt hjá henni, það er dónaskapur að benda á fólk". svo brosti hún til mín og baðst afsökunar. loksins! lexía: litlar stelpur eru dónalegri en litlir strákar.
yfirmaður í pennanum tilkynnti mér í gær að ég verði á forsíðunni á þessum blessaða bæklingi sem að kemur út á þriðjudaginn næsta. mér er alveg sama þó að ég hafi ekki fengið háa fjárhæð fyrir þessi módelstörf en að vera á forsíðunni er oh so big finnst mér. kannski vitleysa í mér.
nú er páka byrjuð að læðast að mér á næturnar af enn meiri áfergju en áður til að éta á mér hárið. þetta er orðið dáldið óhuggulegt. ætli að ég vakni einn morguninn sköllótt... auk þess eru hún og dimmalimm botnlausar átmaskínur svo að ég skil ekki alveg að hún skuli vilja éta á mér hárið af öllum hlutunum sem að hún gæti verið að japla á.
það var eitthvað eitt annað sem að ég man ekki núna...
laugardagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli