þriðjudagur
á föstudaginn næsta er ég að fara í afmæli til betu. ég get ekki sagt annað en að ég hlakki til enda er beta ekkert nema himneskur vanillubúðingur sem ég gæti alveg hugsað mér að drukkna í. hitt er annað að í afmælinu verður box- og brúnkukrems þema, þetta er semsé grímupartý. í fyrstu hugsaði ég mér að vera ein af þessum gellum sem eru alltaf á bikíníum á boxkeppnum og halda á töflum með lotustöðunni því að ég er alltof mikil dama til að vera boxari. en ég er ekki það sjálfsörugg í eigin skinni að ég gæti valsað um allt eingöngu á bikíníi þó ég sé nú fjandi foxí. svo að ég ætlaði að verða mér út um pels til að hylja mest allt en skilja smá eftir fyrir augun. það væri held ég líka ekkert slæm útkoma, tinna í bikíníi, háum hælum og pels... meira að segja ég fæ það í buxurnar. en þegar öllu er á botninn hvolft á ég ekki bikíní, ekki pels, ég hef engan sérstakan áhuga á að maka mig alla í brúnkukremi og ég á eins og alltaf enga peninga. verð ég þá bara að vera hvítur lesbíu-boxari í speedo skýlu af bibberti?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hahaha...játs. en sko konur geta boxað og verið við karlmann kenndar. þú getur verið svona boxari eins og million dollar baby. hahaha...já...ég ætla að vera hún eins og hún var í enda myndarinnar. iiiiiii...grín.
beta
Skrifa ummæli