nú hefur leigusalinn minn tilkynnt mér að hún hafi hug á að finna nýja leigjendur fyrir íbúðina mína því bráðum yfirgef ég þessa holu. mig varðar ekkert um það, hún má alveg finna nýja leigjendur, nema hvað að það kemur á minn hlut að þurfa að sýna verðandi leigjendum íbúðina og svara spurningum í símann þar sem að leigusalinn minn býr í frakklandi. það veldur mér mikilli angist því ekki er ég bara með símafóbíu, heldur þjáist ég líka af félagsfælni og ég hlusta aldrei á talhólfið mitt. ég veit í rauninni ekki afhverju ég geng með farsíma. kannski af því að sms er yndisleg uppgötvun fyrir fólk með símafóbíu. hvers vegna hundskast ég ekki á þessa geðsjúklingafundi, ég er fyllilega efni í þá...
"góða kvöldið. ég heiti tinna og er 26 ára fiskur. ég þjáist af þunglyndi, kvíðaröskunum, félagsfælni, símafóbíu, köngulóarfóbíu, lofthræðslu, talhólfsfóbíu og ég pissa undir (gríííín, ég pissa ekki undir)."
þriðjudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli