þriðjudagur

um daginn þegar ég var að labba heim og steig í ælu taldi ég líklegast að það væri vegna þess að sama dag hafði ég minnst á hérna á blogginu að mér þættu sum börn mjög leiðinleg. ég sannfærðist reyndar seinna um að þetta óhapp mitt hefði ekki átt sér stað af því að ég væri vond manneskja að agnúast út í börn, en það var eingöngu fyrir tilstuðlan þess eldri og vitrari. aftur á móti snérist mér hugur í dag þegar ég var að skera stolið rúnstykki í tvennt og skar mig í leiðinni í puttann. nú getur enginn sagt mér að allt sem gerist hafi ekki einhverskonar karma-íska ástæðu. ekki einu sinni "aldraði" rithöfundurinn. og nú ætla ég að halda áfram að lesa í góðri bók eftir "aldraða" rithöfundinn innan veggja míns örugga heimilis.

Engin ummæli: