ég vaknaði dulítið leið í morgun. en þannig er það nú bara stundum og svo mætti ég of seint í vinnuna sem gerist mjög mjög mjöööög sjaldan af því að ég er þjóðverji og kann á klukku. eftir því sem leið á morguninn varð ég bara enn leiðari þangað til að í höfuð mitt laust einni snilldar hugdettu! ég endurraðaði sumarfríinu mínu og skeytti því við vinnulok mín hérna í pennanum sem að öllu jöfnu hefðu orðið föstudaginn 26. ágúst en með því að hliðra aðeins til og breyta mun seinasti vinnudagurinn minn verða 22. júlí!!!! ahaha!!! fingur mínir gráta af gleði þegar ég skrifa þessi orð. það kannski segir mér eitthvað að lund mín léttist alltaf mjög þegar ég tek ákvarðanir sem varða það að hætta í vinnunni... en nú hefst niðurtalning og í dag eru 51 vinnudagur þangað til að ég hætti í vinnunni. og það er alls ekki svo mikið skal ég ykkur segja.
see ya!
þriðjudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli