mánudagur
fyrir all mörgum mánuðum síðan tók ég þá ákvörðun að hætta að fara á þann alræmda stað, sirkus, að skemmta mér. þangað hef ég vanið komur mínar á djamminu síðan í desember 1999 eða frá því að ég flutti aftur heim frá danmörku, bitur, fyrrverandi lesbía. ég ákvað að ölstofan yrði staðurinn minn nýji. finnst oftast hugguleg stemning þar, enginn að dansa ber að neðan með kókaín lekandi úr nösunum á sér og maður þarf ekki að vera í einhverjum þykjustu-týpuleik endalaust. en þetta er að sjálfsögðu bara mitt persónulega mat. og þó ég hafi ekkert farið út að skemmta mér að ráði upp á síðkastið finnst mér gott að vita af ölstofunni ef ég tæki upp á einhverjum skemmtanaskap. hins vegar brá mér heldur betur í brún í morgun þegar ég rak augun tilneydd í forsíðu dv. haldiði þá ekki að þar standi að bobby fischer sé byrjaður að venja komur sína á ölstofuna. barinn minn! er ekki nóg að hundinginn hafi stolið afmælisdeginum mínum? og það vita allir sem þekkja mig að mér er meinilla við þetta bobby fischer fíaskó allt saman. hvað nú? þarf ég að fara að hanga á pravda eða rex? ég er farin í bað með uggandi mikla fyrirtíðarspennu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli