ohhh... ég er byrjuð að dauðkvíða fyrir þessum upplestri núna. ég er nefnilega mun feimnari en fólk trúir og mig langar hreint ekkert að gera þetta lengur. er m.a.s. búin að vera að gæla við hugmyndina seinasta klukkutímann um að hringja í manninn sem er með þetta og segja honum að amma mín hafi verið að deyja. það er eiginlega eina afsökunin sem mér dettur í hug... ekki get ég sagt honum að ég sé krónískur kvíðasjúklingur með lágt sjálfsmat og þunglyndi... andskotans aumingi er ég alltaf! ég mun aldrei sigrast á neinu. þetta er alveg eins og með stuðningshópinn sem geðhjálp er með fyrir þunglynda. einu sinni í viku, eitt andskotans kvöld í viku og ég þori ekki af því að ég er hrædd um að hinir þunglyndisskjúklingarnir séu annað hvort kexruglaðir með sígarettugula putta eða þá að þeim finnist ég ekki eiga það skilið að vera þarna... ég ætla að hringja í hann og segja að það hafi komið dáldið upp á. honum kemur ekkert við hvað. andskotans hvað ég hata sjálfa mig mikið núna.
áðan var kona að labba útúr búðinni með dóttur sinni. þær stoppuðu beint fyrir framan mig og mamman sagði; "vá! sjáðu stelpuna með bleika hárið???" og svo blikkaði hún mig... af hverju henti hún ekki bara í mig kexmulningi líka? ég horfði illilega á hana og sagði; "húsdýragarðurinn er við engjaveg í laugardalnum, ekki hér!" fólk er ótrúlegt....
æji, ég er orðin leið...
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég lemti í NÁKVÆMLEGA þessu sama þegar ég var með eiturappelsínugula hárið mitt. Það benti semsé mamma barninu sínu á mig og sagði: "sjáðu skrítna hárið á þessari..." Ég svaraði: "Veistu ekki að það er dónaskapur að benda?" og labbaði í burtu.
Skrifa ummæli