hey!
gleymdi að segja ykkur einar frábærar fréttir... ég fékk orlofspeninga í gær! ég hélt að ég fengi ekkert svoleiðis af því að ég fer í sumarfrí en ég var búin að gleyma hinni dásamlegu yfirvinnu sem ég hef unnið þarna í pennanum. og ofan á hana fæ ég orlof sem ég fékk svo útborgað í gær. yndislegt, yndislegt!!! ég var að marinera rétt í þessu hvort ég ætti að kaupa mér hjól fyrir orlofið... en ég er samt á báðum áttum af því að hjólið sem mig langar í, svart og guðdómlegt, 3ja gíra kvenmannsreiðhjól sem heitir einmitt "lady", kostar 25 þúsund krónur og ef ég kaupi það er ekki mikið eftir af orlofinu en hins vegar hellingur eftir af mánuðinum... hmmm... ætti ég að bíða til mánaðarmóta og kaupa "lady" þá fyrir módelpeninginn?
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli