fimmtudagur
og ég var módel í dag. líkami minn var notaður til hægri og vinstri. áhugasömum ber mér að tilkynna að myndirnar munu birtast í pennabæklingnum sem verður borin út í öll hús með FRÉTTAblaðinu árla þriðjudagsmorguns þann 24. maí n.k. ekki BLAÐINU eins og ég sagði "aldraða" rithöfundinum. þetta er nú dáldið spennandi því ég fékk að sjá brot af myndunum sem voru teknar af mér... ég að draga eiturgræna flugfreyjutösku, ég að halda á bókum og vera krúttileg á svipinn, ég standandi á bakvið tvær ferlíkis eiturgrænar ferðatöskur og ég í húðlituðum útivistarfatnaði með sportlega ferðatösku að leika útivistarlessu, og þetta var hreint ekki svo slæmt þó ég segi svo sjálf. ég var öll uppveðruð eftir þetta og í banastuði af því að það var svo gaman og allir óskaplega huggulegir, hlógu m.a.s. að klúrum bröndurum mínum um anorexíu-módel og kókaín-hórur. það var samt ekki boðið upp á snittur... dálítil vonbrigði. stílistinn, sem ég skil ekki alveg afhverju er stílisti því hún var í gráum silki náttbuxum með bangsamynstri, svartri ermalausri hettupeysu, uppreimuðum strigaskóm utan yfir buxurnar og sérstaklega þunnhærð. það er kannski eitthvað heilsu tengt... en hún gerði mikið af því að klípa mig í kinnarnar og toga í hárið á mér sem ég skildi ekki alveg. svo var einhver önnur stelpa þarna sem var alltaf hlaupandi upp til handa og fóta með púðurdós og bursta. hún var mjög duglega að dusta mig í framan ef ljósmyndaranum fannst glampa eitthvað óeðlilega á mig. eitt skipti þurfti ég að fara úr pilsinu til að fara í buxur og þá stóð ég á sokkabuxunum með klofið á þeim lekandi niður á hné eins og sokkabuxna er siður. það var dáldið niðurlægjandi... en over all var þetta mjög skemmtilegt allt saman og gott fyrir sjálfstraustið. ég verð samt að æfa mig að vera með meira afslappað bros á ljósmyndum, ég leit stundum út eins og ég væri mjög illa haldin af gallsteinum eða með slæma hægðartregðu. maður verður að passa svoleiðis ef maður ætlar að vera módel. ég er bara svo feimin að setja upp spegla-svipinn minn... þið vitið! svipurinn sem maður er búin að æfa upp fyrir framan spegilinn heima og komist að því að hann sé sá sem geri mann mest lekker... kannski verð ég orðin nógu kúl til að nota hann næst. en allavega, þegar þið fáið pennabæklinginn í hendurnar, takið þá eftir bleikhærðu stelpunni. það er ég, yours truly...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hæ. ég er orðin æsispennt að fá þennan bækling í hendurnar 24. maí! Svanh.
Yummie
Skrifa ummæli