sunnudagur

ju minn eini! þessi mynd, the ages of lulu, er vægast sagt STÓRundarleg, enda hef ég aldrei verið neitt sérlega hrifin af evrópskri kvikmyndagerð og hún er spænsk. ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það. nema kannski amelie... það er uppáhalds myndin mín. the ages of lulu fjallar um lulu sem verður ástfangin af besta vini bróður síns, pablo aðeins 15 ára. pablo kynnir lulu fyrir lystisemdum og hinu stórkostlega hlaðborði kynlífsins sem hún virðist ekki fá nóg af. ég nenni ekkert að vera að útlista þessa mynd eitthvað ítarlega enda er hún mest megnis um lulu og pablo að ríða eins og kanínur í húsasundi allan tíman, á alla kanta og vegu. þessi pablo narrar svo lulu til að sofa hjá bróður sínum með því að binda fyrir augun á henni og láta hana halda að það sé hann. það er hrikalega viðbjóðslegt. þetta endar svo bara allt þannig að lulu er komin á bólakaf í eitthvað kynlífs-frensí eins og einhver eiturlyfjasjúklingur. hommakynlíf og sifjaspell er ekki eitthvað sem ég hef neinn sérstakan áhuga á. en fyrir þá sem hafa það, í gluðanna bænum, horfið á the ages of lulu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvar tókstu Las edades de Lulu, hún er nefnilega eftir leikstjórann Bigas Luna og ég verð bara að sjá allt eftir hann...
Hefurðu séð Ham Ham (jamón, jamón)?

Tinna Kirsuber sagði...

nei, hef ekki séð hana. ég er heldur ekkert hrifin af svona myndum, svona evrópskum þae sem allt virðist fjalla um kynferðismök. ég tók hana á aðalvídjóleigunni.