ég stóð önug og þunglynd á götuhorni áðan með sígarettu í munnvikinu. þá gekk fram hjá mér augljóslega mjög drukkinn maður. ég tek það fram að þetta var um kl. 16 í dag. hann stoppaði fyrir framan mig með hálf þornaða ælu á vinstri erminni á jakkanum sínum og ég beið eftir að fá einhverjum ónotum hreyttum í mig. þess í stað sagði hann með blóðhlaupin augun: "þú ert furðulegasta og yndislegasta manneskja sem ég hef á ævinni séð. skál fyrir því!!!". mér fannst þetta dáldið fyndið...
nú er ég að fara að horfa á erótísku kvikmyndina the ages of lulu. eða mér hefur a.m.k. verið tjáð að hún sé erótísk og á erótík hef ég sérstaklega mikinn áhuga.
sunnudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli