með morgninum hef ég aðeins náð að jafna mig á ófríðleika mínum í þessu pennabæklingi. það verður bara að hafa það, ég fékk allavega peninga fyrir þetta. ég vona bara að þetta komi ekki algjörlega í veg fyrir að ég gangi einhvern tímann út.
ég er að borða afbragðs góða fiskisúpu núna frá 1944. ég hef samt áhyggjur af maganum mínum þessa dagana. ég get lítið sem ekkert borðað og held fáu niðri. en ég er ekki ófrísk bara svo það sé á hreinu! ég er ónæm fyrir þeirri pest enn sem komið er.
í gær var ég óskaplega illa haldin af leiða og tilfinningavanda. ég hringdi í gulla og eins og alltaf var hann kominn til mín innan hálftímans. ég gæti ekki verið heppnari með vini hugsa ég stundum. eins og gulla sem er alltaf til staðar.
það er óskaplega falleg og tilfinningamikil mynd utan á herald tribune í dag. ég fékk smá tár í augun þegar ég sá hana.
ég er að fara að hitta dóru í kvöld, annar ómetanlegur vinur og vonandi hafa það huggulegt með henni. stelputal og koddaslagur á nærfötunum. grín.
ég er ennþá dáldið að hugsa um össur. ég vorkenni honum mjög innilega...
uppgötvaði marianne faithful í dag.
hef ekkert að segja. er mikið að hugsa um lífið og tilveruna. það tekur alla orkuna frá mér.
þriðjudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ófríðleiki í Pennabæklingi. Þessi var góður!
Skrifa ummæli